Tækifæri til náms

Menntahvöt Hornafjarðar Hér eru upplýsingar um allskonar námstækifæri óháð staðsetningu Fjarnám á framhaldsskólastigi Eftirfarandi listi er yfirlit um þá framhaldsskóla sem bjóða upp á fjarnám og/eða sveiganlegt nám til lokaprófa, t.d. til stúdentsprófs og á starfsnámsbrautum. Listinn er þó ekki tæmandi og eins geta upplýsingar breyst hjá einstökum skólum Fjölbrautaskólinn við Ármúla | Menntaskólinn á Egilsstöðum  | Tækniskólinn í Reykjavík […]

Fjarpróf háskólanema í Nýheimum 

Jólaprófstíðin er hafin í Nýheimum þekkingarsetri en hún spannar um þrjár vikur. Fjöldi jólaprófa sem skráð eru í Nýheimum í ár eru 44 en nemendurnir koma flestir frá Háskólanum á Akureyri en einnig nemar frá Háskóla Íslands, Háskóla Reykjavíkur, Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskólanum á Bifröst. Fjöldi skráðra prófa sem eru tekin á Höfn hafa ekki […]

OPNAÐ HEFUR VERIÐ FYRIR UMSÓKNIR Í UPPBYGGINARSJÓÐ SUÐURLANDS 2022, FYRRI ÚTHLUTUN

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands, um er að ræða fyrri úthlutun 2022. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar, og menningar á Suðurlandi. Umsækjendum er  bent á að kynna sér vel úthlutunarreglur sjóðsins, áherslur, markmið og mat á umsóknum sem má finna hér. Við bendum einnig á ráðgjafasíðu […]

Vöruhúsið hlýtur Hvatningarverðlaun 2021

Vöruhúsið hlýtur Hvatningarverðlaun 2021 Embætti forseta Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneyti, samgöngu- og sveitar­stjórnar­ráðuneyti, Félag um menntarannsóknir, Grunnur – félag fræðslustjóra og stjórnenda skólaskrifstofa, Kennaradeild Háskólans á Akureyri, Kennarasamband Íslands, Listaháskóli Íslands (listkennsludeild og tónlistardeild), Menntamálastofnun, Mennta­vísindasvið Háskóla Íslands, Miðstöð skólaþróunar við Háskólann á Akureyri, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök áhugafólks um skólaþróun og Skóla- og frístundasvið […]

Sustainable fréttabréf 1

26. apríl 2021 Umbreyting í átt til sjálfbærni er alþjóðleg áskorun sem spannar allar víddir nútíma samfélags. Áskoranirnar eru fjölmargar og þeim þarf að mæta með heildstæðum og hnattrænum hætti en svo hægt sé að grípa til aðgerða er lykilatriði að auka skilning á viðfangsefninu. Menntun er því grundvöllur umbreytinga en með menntun getum við […]

Sumarstarf námsmanna hjá Nýheimum

Nýheimar þekkingarsetur óskar eftir að ráða námsmann til sumarstarfa hjá setrinu. Um er að ræða þátttöku Nýheima í úrræðum ríkisstjórnarinnar til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn í sumar. Ráðningin er til tveggja mánaða milli 1. júní og 1. sept 2020 og þurfa námsmenn að vera 18 ára á árinu og skráðir í nám á vor- […]

Ársfundur og Ársskýrsla 2019

Ársfundur Nýheima þekkingarseturs var haldinn 13. maí síðastliðinn. Fram kom í máli forstöðumanns og formanns stjórnar að starfsemi setursins gengur vel, rekstrar- og verkefnastaða þess er góð og er framtíðin því björt. Fjórir starfsmenn eru nú starfandi hjá setrinu. Ársfundi Nýheima var nú í fyrsta sinn streymt á facebook-síðu Nýheima þekkingarseturs. Auk venjubundinna fundarstarfa voru […]

Ársfundur Nýheima þekkingarseturs 13. maí

Ársfundur Nýheima þekkingarseturs verður haldinn í Nýheimum miðvikudaginn 13. maí kl.17:00 Auk venjubundinna aðalfundarstarfa verða flutt tvö áhugaverð erindi: Dr. Anna Guðrún Edvardsdóttir kynnir niðurstöður rannsóknarinnar Staða og hlutverk þekkingarsetra í byggðaþróun. Nýheimar þekkingarsetur ásamt Þekkingarnet Þingeyinga og Háskólafélag Suðurlands stóðu fyrir rannsókninni með styrk úr Byggðarannsóknasjóði en Dr. Anna Guðrún framkvæmdi m.a. íbúakönnun á […]

Nýheimar opnir á ný

Söfn og menntastofnanir mega nú aftur opna hús sín frá og með deginum í dag og eru því allir velkomnir í Nýheima. Enn ber einstaklingum að fylgja ráðleggingum um hreinlæti og tveggja metra fjarlægð. Námsaðstaða fyrir fjarnema á háskólastigi er nú opin en af þeim átta rýmum sem í boði eru skal einungis nýta fjögur […]

Samtök þekkingarsetra (SÞS) stofnuð

Þann 22. apríl sl. voru formlega stofnuð Samtök þekkingarsetra (SÞS) sem Nýheimar þekkingarsetur er aðili að. Um er að ræða netverk þekkingarsetra á landsbyggðinni sem starfa samkvæmt samningi við mennta- og menningarmálaráðuneytið. Meðal samningsbundinna verkefna setranna eru rannsóknir og þróun til eflingar byggðar, þjónusta við háskólanema, hagnýting og miðlun þekkingar sem og efling nýsköpunar, atvinnu […]