Íslenska

Loftslag og leiðsögn

Loftslag og leiðsögn er samstarfsverkefni Nýheima þekkingarseturs og Vatnajökulsþjóðgarðs. Verkefnið er liður í stærra verkefni þjóðgarðsins og Veðurstofu Íslands, Hörfandi jöklar, sem unnið er í tengslum við sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum. Markmið þess verkefnis er að auka vitund fólks um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á jökla Íslands og alls heimsins.

Loftslag og leiðsögn felur í sér samantekt og miðlun fræðsluefnis um loftslagsbreytingar. Tilgangur verkefnisins er að auka aðgengi að heildstæðum og áreiðanlegum upplýsingum sem nýst geta ferðaþjónustuaðilum sem starfa við leiðsögn og móttöku ferðafólks á og við Vatnajökul. Leiðsögufólk nýtir stórbrotna náttúru landsins sem vettvang til fræðslu og miðlunar upplýsinga og hefur því einstakt tækifæri til þess að stuðla að aukinni þekkingu á loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra á náttúru og mannlíf.

 

English

Climate and guidance

The project Climate and guidance is a cooperation between Nýheimar Knowledge Centre in Höfn and Vatnajökull National Park.

The Ministry for the Environment and Natural Resources has appointed the National Park in cooperation with the Meteorological Office to implement the project Melting Glaciers. The goal is to increase people´s awareness of climate change and the associated consequences for glaciers in Iceland and elsewhere. This project is part of the Icelandic Governments climate change agenda and was announced just before the Paris Climate Change Conference in December 2015.

Climate and guidance consists of a compilation and dissemination of educational material about climate change. The purpose of this project is to increase access to comprehensive and reliable information which can be of use to personnel in the travel industry and specifically tour guides on and in the vicinity of Vatnajökull. Tour guides utilize the breath-taking landscapes as an educational platform, and thus have a unique opportunity to increase public knowledge about climate change and its effect on nature and society.