Íslenska

Loftslag og leiðsögn

Loftslag og leiðsögn er samstarfsverkefni Nýheima þekkingarseturs og Vatnajökulsþjóðgarðs. Verkefnið er liður í stærra verkefni þjóðgarðsins og Veðurstofu Íslands, Hörfandi jöklar, sem unnið er í tengslum við sóknaráætlun Íslands í loftslagsmálum. Markmið þess verkefnis er að auka vitund fólks um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á jökla Íslands og alls heimsins.

Loftslag og leiðsögn felur í sér samantekt og miðlun fræðsluefnis um loftslagsbreytingar. Tilgangur verkefnisins er að auka aðgengi að heildstæðum og áreiðanlegum upplýsingum sem nýst geta ferðaþjónustuaðilum sem starfa við leiðsögn og móttöku ferðafólks á og við Vatnajökul. Leiðsögufólk nýtir stórbrotna náttúru landsins sem vettvang til fræðslu og miðlunar upplýsinga og hefur því einstakt tækifæri til þess að stuðla að aukinni þekkingu á loftslagsbreytingum og áhrifum þeirra á náttúru og mannlíf.

.

English

The text is in progress and will be added soon