Íslenska

Ferðamennska og loftlagsbreytingar

Ferðaþjónusta er ásamt sjávarútvegi mikilvægasta atvinnugrein Hornafjarðar. Og hefur vægi hennar aukist mikið undanfarin ár yfir landið allt sem og alþjóðlega. Undanfarin ár hefur vetrarferðamennska orðið vinsælli sem styrkir atvinnugreinina á heilsársgrundvelli og hefur mikið gildi fyrir mannlíf á svæðinu og byggðarþróun. Vatnajökulsþjóðgarður og aðgengi að jökli frá Hornafirði er talin helsta ástæða fyrir vinsældum svæðisins meðal ferðamanna en einnig eru íshellar á suðursvæði Vatnajökuls mikið aðdráttarafl á veturna. Mikilvægi jökulsins er því gríðarlegt fyrir ferðaþjónustu á svæðinu. Hörfun skriðjökla Vatnajökuls er sérstaklega sýnileg og aðgengilegt á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs og skapar mikil tækifæri fyrir umræðu og fræðslu til ferðamanna.

Mikil vakning hefur orðið á gæðakröfum í ferðaþjónustunni undanfarið og nefnir hærra hlutfall ferðamanna nú en áður mikilvægi viðurkenndrar gæðavottunar við val á ferðaþjónustufyrirtæki. Stöðugt fjölgar umsóknum ferðaþjónustufyrirtækja í Vakann en Vakinn sem er gæðakerfi fyrir ferðaþjónustuna. Markmið þess er fyrst og fremst að stuðla að gæðum, öryggi og umhverfisvitund í íslenskri ferðaþjónustu, vera leiðbeinandi fyrir fyrirtæki í greininni og efla samfélagsábyrgð fyrirtækja. Meðlimir Vakans eru orðnir 102 og um 80 ferðaþjónustufyrirtæki eru í umsóknarferli.

Loftlagsbreytingar geta haft margvíslegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustuna. Veðurfar hefur mikil bein áhrif á umhverfisskilyrði og rekstur hennar, sem og lengd og gæði ferðamannatímabila. Ferðaþjónustan er ákaflega næm fyrir veðurfarslegum breytingum en þær geta haft bæði jákvæð og neikvæð áhrif eftir svæðum. Strand- og eyjaferðamennska eru sérstaklega viðkvæm fyrir hækkun sjávar og flóðum, vetrarferðamennska er einnig í hættu vegna bráðnun jökla og snævar.

Ferðaþjónustan er þó ekki einungis hugsanlegt fórnarlamb loftlagsbreytinga heldur einnig mikilvægur orsakavaldur þeirra. Talið er að um 5% af CO2 útblæstri í heiminum komi frá greininni. Um 75% þess kemur frá flugumferð og má búast við að á næstu15 árum eða þar um bil muni útblástur frá ferðaþjónustunni vaxa um 130%, að mestu frá flugumferð, ef ekkert verður að gert.

Ferðamálasamtök Sameinuðu Þjóðanna (UNWTO) hafa lagt til eftirfarandi atriði til þess að ferðaþjónustufyrirtæki geti aðlagast áhrifum loftlagsbreytinga:

● Aðlaga rekstur: gera vöru og þjónustu sem mest óháða veðurskilyrðum.

● Aðlaga áfangastaðinn: leggja í langtímafjárfestingu sem felur í sér tækni- og þekkingarframfarir, auk vitundarvakningar meðal heima- og ferðamanna.

● Draga úr loftlagsbreytingum: hrinda í framkvæmd áætlunum sem minnka útblástur gróðurhúsalofttegunda.

 

English

Tourism and Climate Change

Alongside the fishing industry, tourism is the most important industry in Hornafjörður and, its importance has increased exponentially in recent years, as it has internationally. Winter tours have, most recently, become increasingly popular and have strengthened the industry on an annual basis, which has great value for the society as well as in regional development.

The Vatnajökull National Park and the accessibility to the glacier from Hornafjörður is considered a primary reason for the popularity of the region amongst travellers, as the Ice Caves in the southern region of Vatnajökull are the greatest attraction during the winters.  Thus, the importance of the glacier is exponential for tourism in the region but, with the glacier retreating, which is especially visible and accessible in the southern region of the National Park, there is an opportunity for educational tourism.

Recently there has been an awakening in the quality requirements in tourism and a greater portion of tourists, now more than ever, require quality assurances when choosing a travel company. Applications are constantly being submitted to the travel company Vakinn, but Vakinn is a quality system for travel services. The goals are, first and foremost, to encourage quality, safety and, environmental awareness in the tourist industry, to be a mentor for businesses in the industry and to promote social responsibility with companies. The members of Vakinn are now over 100 and, there are still 80 travel companies that are  in the application process.

 

Climate change can have multiple consequences for the travel industry. Climate has a direct impact on the industry’s travel conditions, its operations and, the length and quality of the tourist season. The travel industry is especially perceptive to climactic changes, though itcan have both positive and negative impact on travel services depending upon region.  Coastal and island tourism is especially perceptive to rising sea levels and flooding. Winter tourism is also under the threat of melting glaciers and snow.

 

The touring industry is not only a victim of climate change, rather it is a trigger. It is estimated that approximately 5% of CO2 emissions in the world come from the industry alone. About 75% comes from air traffic and, it is estimated that in the next 15 years or so, emissions from the touring industry will increase to about 130% (mostly from air traffic) if no precautions are taken.

The United Nations World Tourism Organization (UNWTO) has suggested the following, so that touring services can adjust to any changes in climate:

  • Adjust business practices: diverse commodities and services independent of climate conditions.
  • Adjust destinations: long term investment which consists of technology and knowledge progress, additional to awareness raising amongst locals and tourists.

Mitigate climate change: act on programmes to minimize greenhouse gas emissions.