Íslenska
Mynd: Endurkast sólargeisla. Jón Már Halldórsson. „Hvað veldur gróðurhúsaáhrifum?“ Vísindavefurinn, 29. desember 2004. Sótt 7. júní 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=4686 )

Mynd: Endurkast sólargeisla. Jón Már Halldórsson.

Hinn mikli orkugjafi sólin og varmageislun hennar hefur mikil áhrif á loftslag jarðarinnar. Lofthjúpur jarðar gegnir einnig mikilvægu hlutverki, ver hann líf á jörðinni fyrir útfjólubláum geislum sólarinnar og viðheldur jöfnu hitastigi. Lofthjúpurinn dregur í sig hluta af varmageislum sólar, hluti endurkastast af skýjum en um helmingur varmageislanna nær til jarðar og hitar yfirborð hennar.

 

 

Mynd 2: Gróðurhúsalofttegundir, Jón Már Halldórsson

 

 

Gróðurhúsalofttegundir hafa einnig mikil áhrif á loftslag, þær hleypa varmageislum sólarinnar til jarðar en draga í sig þá orku sem jörðin endurkastar. Orkan helst því í lofthjúpnum og stuðlar að hærra hitastigi, gróðurhúsalofttegundir virka því svipað og gler gróðurhúsa sem heldur inni hita en hleypir sólarljósinu í gegn.

Mynd: Magn koltvíoxíðs í andrúmsloftinu. NASA (e.d.) https://climate.nasa.gov/evidence/

Mynd 3: Magn koltvíoxíðs í andrúmsloftinu. NASA (e.d.)

Loftslagsbreytingar eru vel þekktar í jarðsögunni enda hafa skipst á köld og hlý skeið í gegnum tíðina. Sannanir þess má finna í jarð- og íslögum sem geyma gögn um loftslag á myndunartíma þess. Endir síðasta kuldaskeiðs ísaldar markar upphaf þess hlýskeiðs sem kallað hefur verið nútími. Þrátt fyrir að fleiri hlýskeið þekkist á ísöld sker nútíminn sig úr vegna þess hraða sem einkennir breytingar á tímabilinu, einkum frá iðnbyltingu. Telja vísindamenn að hlýnun á tímabilinu hafi verið tíu sinnum hraðari en að jafnaði á fyrri hlýskeiðum. Athafnir manna hafa haft veruleg áhrif á hraða breytinganna og ber þar hæst að frá upphafi iðnbyltingarinnar hefur magn koltvíoxíð (CO2) í andrúmsloftinu aukist gífurlega. Þessi aukning á að miklu leyti rætur að rekja til bruna á jarðefnaeldsneyti og eyðingar skóga. Ljóst er að þessi aukna losun gróðurhúsalofttegunda hefur raskað því jafnvægi sem áður var til staðar.

Mynd: Merki um hlýrra loftslag. „Það má sjá ýmis merki þess að loftslag fer hlýnandi.” Halldór Björnsson. „Hafa gróðurhúsaáhrifin einhverjar jákvæðar afleiðingar?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2013. Sótt 7. júní 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=62047

Mynd: Merki um hlýrra loftslag, Halldór Björnsson.

Ekki er hægt að spá fyrir með vissu um allar þær afleiðingar sem loftslagsbreytingar munu hafa á mannkynið. Bráðnun jökla, hækkun yfirborðs sjávar, lífsskilyrði í sjó vegna straum-, sýru- og seltu breytinga, röskun á vistkerfum og öfgar í veðurfari eru aðeins nokkur dæmi um afleiðingar loftslagsbreytinga.

● Talið er að brennsla á jarðefnaeldsneyti og iðnaður hafi stuðlað að um 78% af aukinni losun gróðurhúsalofttegunda milli 1970 og 2010.

● Um 40% koltvíoxíð (CO2) sem losað hefur verið er enn í andrúmsloftinu, um 30% hefur sjórinn dregið í sig en 30% hefur verið bundið í jarðlög eða plöntur.

● Árið 2016 var hlýjasta ár síðan mælingar hófust.

Myndaskrá:

Mynd 1: Jón Már Halldórsson. „Hvað veldur gróðurhúsaáhrifum?“ Vísindavefurinn, 29. desember 2004. Sótt 7. júní 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=4686 )

Mynd 2:Jón Már Halldórsson. „Hvað veldur gróðurhúsaáhrifum?“ Vísindavefurinn, 29. desember 2004. Sótt 7. júní 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=4686 )

Mynd 3:NASA (e.d.) https://climate.nasa.gov/evidence/

Mynd 4: „Það má sjá ýmis merki þess að loftslag fer hlýnandi.” Halldór Björnsson. „Hafa gróðurhúsaáhrifin einhverjar jákvæðar afleiðingar?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2013. Sótt 7. júní 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=62047

 

English

Climate Change – What and Why?

Mynd: Endurkast sólargeisla. Jón Már Halldórsson. „Hvað veldur gróðurhúsaáhrifum?“ Vísindavefurinn, 29. desember 2004. Sótt 7. júní 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=4686 )

Mynd: Endurkast sólargeisla. Jón Már Halldórsson.

The great energy source, the sun, and its warming rays, have a significant effect on the planet’s climate. The Earth’s atmosphere also has a significant effect as it protects its inhabitants from the sun’s ultraviolet (UV) rays and maintains a level temperature. The atmosphere absorbs part of the suns warming rays, a part of which is reflected by cloud coverage but approximately half reaches the earth and warm its surface.>

 

 

 

Greenhouse gasses also have a substantial effect on the climate. They pass through the sun’s warming rays to reach the planet while absorbing the energy that the earth reflects. The energy stays in the atmosphere and contributes to the warmer temperatures affecting the earth’s climate. In that way, greenhouse gasses work much in the same way as glass in greenhouses, keeping the warmth within but allows sunlight to go through.

Mynd: Magn koltvíoxíðs í andrúmsloftinu. NASA (e.d.) https://climate.nasa.gov/evidence/

Mynd 3: Magn koltvíoxíðs í andrúmsloftinu. NASA (e.d.)

Climate change is well known in geological history as colder and warmer periods have alternated through time. Evidence of this can be found within the stratum and the ice layers that preserve information about climate during its formation. The end of the last ice age marks the beginning of the current era which is called a Holocene Though more warm periods are historically known during ice ages, Holocene is alarming due to the speed of these changes. Scientists believe that this warming has occurred ten times faster than the median rate of earlier warming periods before. Human’s actions have had a significant effect on the speed of these changes, particularly since the dawn of the industrial age as the quantity of carbon dioxide (CO2) in the atmosphere has increased expeditiously. This increase can be traced to burning of fossil fuel and deforestation. It’s clear that the release of greenhouse gas emissions has upset earths existing balance. 

Mynd: Merki um hlýrra loftslag. „Það má sjá ýmis merki þess að loftslag fer hlýnandi.” Halldór Björnsson. „Hafa gróðurhúsaáhrifin einhverjar jákvæðar afleiðingar?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2013. Sótt 7. júní 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=62047

Mynd: Merki um hlýrra loftslag, Halldór Björnsson.

The  consequences that climate change may have on man are unpredictable. Glacier ablation, rising sea levels, changing living conditions in the ocean due to changing currents, acidity and salinity, disruption of ecosystems and climate extremes are only a few examples of climate change effects.

● The burning of fossil fuels and industries is estimated to have contributed to an additional 78% of greenhouse gas emissions between 1970 and 2010.

●Approximately 40% of carbon dioxide (CO2) which has been released is still in the atmosphere, the ocean has absorbed approximately 30%, while 30% has been bonded to the stratum and vegetation.

● The year 2016 measured as the warmest year since measurements commenced.

Myndaskrá:

Mynd 1: Jón Már Halldórsson. „Hvað veldur gróðurhúsaáhrifum?“ Vísindavefurinn, 29. desember 2004. Sótt 7. júní 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=4686 )

Mynd 2:Jón Már Halldórsson. „Hvað veldur gróðurhúsaáhrifum?“ Vísindavefurinn, 29. desember 2004. Sótt 7. júní 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=4686 )

Mynd 3:NASA (e.d.) https://climate.nasa.gov/evidence/

Mynd 4: „Það má sjá ýmis merki þess að loftslag fer hlýnandi.” Halldór Björnsson. „Hafa gróðurhúsaáhrifin einhverjar jákvæðar afleiðingar?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2013. Sótt 7. júní 2017. http://visindavefur.is/svar.php?id=62047