Íslenska

Mögulegar mótvægisaðgerðir

Á undanförnum árum hefur aukning í losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi verið mest frá iðnaði og efnanotkun, orkuframleiðslu, úrgangi og samgöngum. Hins vegar dróst útstreymi saman frá sjávarútvegi og í minna mæli frá landbúnaði.

Draga má úr áhrifum loftslagsbreytinga með ýmsum mótvægisaðgerðum, einkum með aðgerðum til samdráttar í losun gróðurhúsalofttegunda. Til þess þarf mótvægisaðgerðir af hálfu stjórnvalda, fyrirtækja, stofnana og almennings. Án aðgerða er líklegt að áhrif loftslagsbreytinga verði meiri en aðlögunargeta náttúrulegra og samfélagslegra kerfa ræður við. Mótvægisaðgerðir geta einnig falið í sér bindingu kolefnis í þeim tilgangi að draga úr koltvísýringi í andrúmslofti.

 

English

Possible Countermeasures

In recent years, the increase in greenhouse gas emissions in Iceland has mostly been from industry and chemical consumption, energy production, waste and transports. However, emission from the fishing industry has been reduced considerably and, on a smaller scale, also emission from agriculture.

Climate change effects can be diminished by utilizing various countermeasures, especially those that aim at reducing greenhouse gas emissions. That requires countermeasures by governments, businesses, institutions and the public. Without actions, the impact of climate change is likely to be greater than the adaptability of natural and social systems. Countermeasures can also involve carbon binding actions with the purpose of reducing carbon dioxide in the atmosphere.