Á dögunum útskrifuðust 8 nemendur frá 8 þjóðernum úr Íslensku II á vegum Fræðslunetsins – símenntun á Suðurlandi. Námskeiðið samanstendur af 40 stunda kennslu og hugsað fyrir fólk sem hefur áhuga á að læra íslensku. Það var Jóhann Pétur Kristjánsson, sem kennir íslensku, ensku og spænsku við FAS, sem leiðbeindi hópnum sem þótti einkar samheldinn og áhugasamur. Til marks um það þá hafa allir þátttakendurnir skráð sig í Íslensku III og hluti þeirra þegar hafið talþjálfun einnig á vegum Fræðslunetsins.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *