Rannsóknarþing Nýheima 2015

Rannsóknarþing Nýheima fór fram í liðinni viku. Þingið var hið fyrsta í röð viðburða sem snerta grunnstoðir þekkingarsetursins: Menntun, menningu, rannsóknir og nýsköpun. Áætlað er næsta þing fari fram í einmánuði eða með hækkandi sól. Forstöðumenn og fulltrúar aðila að þekkingarsetrinu fluttu fjölda erinda um rannsóknarstarfsemi sinna stofnanna og gerðu grein fyrir völdum verkefnum. Þá […]

Rannsóknaþing Nýheima haldið á morgun

Rannsóknaþing Nýheima fer fram á morgun, þann 26. nóvember kl. 16:00 – 18:00, í fyrirlestrarsal Nýheima. Gestir eru boðnir velkomnir í fyrra fallinu til að þiggja kaffiveitingar. Á þinginu verða kynnt það rannsóknarstarf sem fram fer þessi misserin inn þekkingarsetursins. Jafnframt verða erindi frá kollegum okkar á Kirkjubæjarklaustri en í samstarfi fræðasamfélagsins á landsbyggðinni felast […]

Ung rödd – málpípa ungs fólks í Hornafirði

Á dögunum settu nemendur í fjölmiðlafræði í FAS á fót vef á samfélagsmiðlinum facebook sem ber heitið Ung rödd. Tilgangurinn er að skapa vettvang fyrir ungt fólk til að koma á framfæri skoðunum sínum á aðstæðum og málefnum ungmenna í Hornafirði. Með þeim hætti læra nemendur að takast á við viðfangsefni í samfélaginu á sínum […]

Drusluganga 19. júní á Höfn

Drusluganga verður haldin í fyrsta sinn á Höfn á afmælisdegi kosningaréttar kvenna á Íslandi þann 19. júní. Druslugöngur eru haldnar víða um heim til að mótmæla kynferðisofbeldi gegn konum og leggja áherslu á rétt kvenna til að klæðast því sem þær vilja og koma fram á þann hátt sem þær kjósa án þess að eiga á […]

100 ára afmælisveisla kosningaréttar kvenna

Föstudaginn næst komandi, þann 19. júní, eru liðin 100 ár frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi. Af því tilefni verður haldin afmælisveisla með veglegri dagskrá á Höfn. Dagskráin hefst í hádegismat á Hótel Höfn kl. 12:30; flutningi baráttuljóða íslenskra kvenna; hornfirski \”Refillinn\” settur upp í Nýheimum, Druslugöngu;  og lýkur með kvennatónleikum í Sindrabæ […]

Landsbyggðin lifi með opinn fund í Nýheimum

Byggðarþróunarsamtökin Landsbyggðin lifir verða með opinn fund í Nýheimum þann þann 13. júní kl. 14:00. Björgvin Hjörleifsson, formaður og Stefanía V. Gísladóttir, ritari kynna samtökin og helstu áherslumál þeirra, sem er að vinna að hvers konar sameiginlegum hagsmunamálum íbúa landsins Kynning á LBL Byggðastefna fyrir Ísland Ungliðaverkefni LBL Kynning á Hela Norden Ska leva Evrópska […]

Af hugmyndum ungmenna um samfélagið og skólann

Af hugmyndum ungmenna um samfélagið og skólann Áfanganiðurstöður Mótstöðuafls Síðastliðið haust fór af stað tveggja ára verkefni á vegum Þekkingarsetursins Nýheima sem kallast Mótstöðuafl (e. Opposing Force). Verkefnið er fjölþjóðlegt samstarfsverkefni, stutt af Evrópusambandinu, og viðfangsefnið ungt fólk og atgervisflótti. Verkefnið er tvíþætt: Annars vegar valdefling ungmenna; og hins vegar viðhorfskönnun meðal ungs fólks. Valdeflingin […]

Heima er best – vel heppnaður matvæladagur

Sannkallaður sælkeradagur var haldinn að Hólmi á Mýrum miðvikudaginn 20. maí. Viðburðurinn var ætlaður öllum þeim sem áhuga hafa á að auka veg matvæla úr héraði og var hann vel sóttur jafnt af bændum, aðilum úr ferðaþjónustu, veitingamönnum og matvælaframleiðendum. Fjölbreytt og góð dagskrá var fyrir gesti sem samanstóð af fróðlegum erindum frá Matís og […]

Útskrift úr íslensku 2

Á dögunum útskrifuðust 8 nemendur frá 8 þjóðernum úr Íslensku II á vegum Fræðslunetsins – símenntun á Suðurlandi. Námskeiðið samanstendur af 40 stunda kennslu og hugsað fyrir fólk sem hefur áhuga á að læra íslensku. Það var Jóhann Pétur Kristjánsson, sem kennir íslensku, ensku og spænsku við FAS, sem leiðbeindi hópnum sem þótti einkar samheldinn og […]