Jólapróf háskólanema í Nýheimum 2020

Nú er prófatörnin byrjuð með heldu óhefðbundnu sniði, óvenju fá próf eru haldin í Nýheimum í ár sem má rekja til þess að háskólar hafa lagt meiri áherslu á verkefnaskil, fjarnám og heimapróf en áður. 32 próf eru skráð hjá setrinu á haustönn 2020 sem er um 60% fækkun frá hausti 2019.

Setrið sinnir prófþjónustu allt árið og vill með því bæta aðgengi Hornfirðinga til að stunda háskólanám hvar sem er.
Við þjónustum alla nema, hvort sem þeir stunda fjarnám frá Hornafirði eða kjósa að koma heim í próftíð, og höfum verið í samvinnu við alla helstu háskóla landsins.

Próftaflan er birt með fyrirvara um breytingar.

\"\"

Frekari upplýsingar um prófþjónustu setursins má finna hér eða setja sig í samband við Kristínu Völu á veffangið kristinvala@nyheimar.is

– Kristín Vala