Grein um verkefni Nýheima í sérhefti um byggðarannsóknir

Staða og líðan ungra karlmanna í landsbyggðarsamfélagi er heiti greinar sem birtist í sérhefti Íslenska þjóðfélagsins um byggðarannsóknir (2023, Bnd. 14, nr. 2) sem gefið var út, í lok árs 2023, af Félagsfræðingafélagi Íslands. Greinin byggir á niðurstöðum rannsóknar samnefnds verkefnis sem Nýheimar þekkingarsetur vann að árið 2021 í samstarfi við Önnu Guðrúnu Edvardsdóttur og […]

Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun ungmenna í 5.-10.bekk

Upptakturinn slær taktinn á ný!Upptakturinn, tónsköpunarverðlaun barna og ungmenna gefur ungu fólki tækifæri til að senda inn eigin tónsmíð og móta hana svo úr verði fullskapað tónverk sem flutt er í Hörpu í samstarfi við nemendur Listaháskóla Íslands og atvinnutónlistarfólk. Tónleikar Upptaktsins fara fram á opnunardegi Barnamenningarhátíðar í Hörpu 24. apríl 2024. Upptakturinn er árviss […]

Íbúakönnun landshlutanna

Vissir þú að Byggðastofnun, landshlutasamtök sveitarfélaga og atvinnuþróunarfélög hafa staðið sameiginlega að íbúakönnun landshlutanna á þriggja ára fresti síðustu 20 árin til þess að afla gagna um stöðu byggðanna á landinu, í þeirri viðleitni að bæta lífs- og búsetuskilyrði hérlendis? Íbúakönnunnin er opin öllum íbúum Íslands sem náð hafa 18 ára aldri en hún er […]

Háskólanemar á Höfn

Fjölmargir einstaklingar leggja nú stund á háskólanám í fjarnámi frá heimilum sínum í Sveitarfélaginu Hornafirði. Mikið líf hefur verið á lesbásum háskólanema í Nýheimum í vetur og voru 60 háskólapróf haldin hjá setrinu á önninni, fimm miðannapróf og 55 lokapróf nú í enda árs. Að auki hafði setrið umsjón með 11 prófum á sviði símenntunar. […]

Tengsl efld við norðurlönd

Í liðnum mánuði sótti Kristín Vala, verkefnastjóri setursins, tenglsaráðstefnu í Drammen, Noregi í boði Rannís. Ráðstefnan var á vegum Erasmus+ og haldið af landsskrifstofu Erasmus í Noregi, systurstofnun Rannís. Yfirskrift ráðstefnunnar var “Collaborating for Success: Exploring Opportunities and Partnerships in a Nordic context” og markmið hennar þríþætt: Efni ráðstefnunnar var að efla tengsl norðurlandanna og […]

Jólapróf í Nýheimum

Eins og undanfarin ár einkennist aðdragandi jólanna hjá okkur í Nýheimum á fjarprófum háskólanema. 61 próf er þegar skráð hjá okkur fram að jólum, og enn bætist í hópinn.Þetta er talsverð aukning frá því í fyrra en þá voru 44 jólapróf tekin hjá okkur. Þeir nemendur sem vilja taka sín háskólapróf á Höfn eru hvattir […]

Byggðaráðstefna 2023

Í dag sóttu starfsmenn setursins byggðaráðstefnu 2023 í Reykjanesbæ sem haldin er af Byggðastofnun. Yfirskrift ráðstefnunar í ár var Búsetufrelsi? og voru erindin öll upplýsandi, áhugaverð og viðeigandi fyrir starfsemi setursins. Tilgangur ráðstefnunnar er að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun byggðar um allt […]

Starfastefnumót í Nýheimum í dag – allir velkomnir! 

Nú er í annað sinn á Hornafirði haldið Starfastefnumót, viðburðurinn fer fram í Nýheimum til kl.17 í dag og eru íbúar hvattir til að fjölmenna. Hugmyndin að baki Starfastefnumótinu er að gera fjölbreytileika atvinnulífs svæðisins sýnilegan, bjóða fyrirtækjum á stefnumót við mögulega framtíðar starfsmenn og samfélagið allt. Einnig að leggja áherslu á fjölbreytt tækifæri til […]

Komið er að lokum SPECIAL verkefnisins

Nú líður að lokum SPECIAL verkefnisins sem hófst haustið 2021. Verkefnið miðar að því að styrkja, endurvekja og hlúa að „lífsleikni“ og „mjúkri“ færni ungs fólks sem hvorki stundar nám, atvinnu eða félagsstarf. Markmiðið er að styðja hópinn til þátttöku í samfélaginu og á vinnumarkaði. Verkefnið er styrkt af Erasmus+ og er samstarfsverkefni sjö aðila […]

Starfastefnumót 25.október í Nýheimum 

Árið 2016 stóð setrið fyrir fyrsta Starfastefnumótinu í Sveitarfélaginu Hornafirði, nú er komið að því að endurnýja leikinn og er verkefnastjóri setursins að undirbúa daginn í samstarfi við Grunnskóla Hornafjarðar, Framhaldsskólann í Austur-Skaftafelli, Sveitarfélagið Hornafjörð og fyrirtæki á svæðinu undir merkjum Hornafjarðar, náttúrulega! heildarstefnu sveitarfélagsins sem verið er að innleiða.   Starfastefnumótið fellur vel að […]