Stafræn samfélög: Lok verkefnis 

Nú fer að líða að lokum verkefnisins Digital skills and competences of local communities in rural areas. Verkefnið hlaut styrk árið 2020 frá landsskrifstofu Íslands en Nýheimar þekkingarsetur stýrir verkefninu. Samstarfsaðilar verkefnisins eru sex talsins og koma frá fimm Evrópulöndum, þ.e. Búlgaríu, Hollandi, Svíþjóð, Spáni og Íslandi en þátttakendur frá Íslandi eru tveir, Nýheimar þekkingarsetur […]

Frumkvöðlastarf um óáþreifanlegan menningararf

Fræðsluefni í NICHE verkefninu Markmið NICHE verkefnisins (Nurturing Intangible Cultural Heritage for Entrepreneurship) er að efla frumkvöðlastarf teng óáþreifanlegum menningararfi. Samstarfsaðilarnir í verkefninu hafa þróað fræðsluefni sem er notendavænt og nemendamiðað. Það er haft stutt og laggott, í átt að örþjálfun. Allt efnið er nú fáanlegt á íslensku auk ensku, ítölsku, spænsku, grísku og sænsku. […]

Ungir Hornfirðingar og Heimsmarkmiðin

Nýheimar þekkingarsetur bauð ungum Hornfirðingum á kvöldstund um Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í vikunni. Umræðuefni kvöldsins var kynning á Heimsmarkmiðunum, kennsluefni sem setrið hefur verið að þróa í Evrópusamstarfi undanfarin tvö ár og hvernig samfélagið okkar er, m.t.t. Heimsmarkmiðanna. Unga fólkið okkar hefur sterkar skoðanir á málefninu og eru vel upplýst um jafnrétti, neyslu, náttúruvernd og […]

Náttúrustofa Suðausturlands leitar að náttúrufræðingi  

Náttúrustofa Suðausturlands óskar eftir náttúrufræðing til starfa. Um er að ræða fullt starf sem fer fram bæði í vettvangsrannsóknum og við úrvinnslu gagna og skýrsluskrif. Starfið mótast af sérþekkingu umsækjanda og getur m.a. snúið að þróun nýrra verkefna á sviði náttúrurannsókna. Náttúrustofa Suðausturlands sinnir fjölbreyttum náttúrufarsrannsóknum, t.d. á fuglum, gróðri, kolefnisflæði, jöklum og landformum. Menntunar- […]