Drusluganga verður haldin í fyrsta sinn á Höfn á afmælisdegi kosningaréttar kvenna á Íslandi þann 19. júní. Druslugöngur eru haldnar víða um heim til að mótmæla kynferðisofbeldi gegn konum og leggja áherslu á rétt kvenna til að klæðast því sem þær vilja og koma fram á þann hátt sem þær kjósa án þess að eiga á hættu að verða fyrir kynferðislegri áreytni eða ofbeldi.

Gangan hefst kl. 15:00 við Pakkhúsið; þaðan sem gengið er Hafnarbrautina að Lögreglustöðinni; að hóteltúninu. Hornfirðingar eru hvattir til að taka þátt í göngunni og skemmta sér, en um leið að styðja við jafnrétti kynjanna.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *