Háskólafélag Suðurlands er félag í eigu sveitarfélaganna á Suðurlandi. Markmið félagsins er að auka búsetugæði í héraðinu með uppbyggingu þekkingarsamfélags. Leitast er við að vinna að þessum markmiðum með þrennum hætti

  • Bætt aðgengi að menntun, einkum á háskólastigi og í samvinnu við atvinnulífið
  • Efling rannsókna- og vísindastarfs í héraðinu
  • Einstök átaksverkefni byggð á styrkleikum svæða

Þá má nefna að síðan í mars 2016 sinnir Háskólafélagið ráðgjafarþjónustu fyrir Samtök sunnlenskra sveitarfélaga varðandi atvinnuþróun, nýsköpun og mennta- og menningarmál.

Háskólafélagið var stofnað í desember 2007 en í byrjun árs 2014 gerðist Sveitarfélagið Hornafjörður aðili að félaginu og hefur félagið síðan sinnt prófaþjónustu og boðið upp á námsaðstöðu í Nýheimum en áður hafði félagið tekið þátt í samstarfsverkefnum á svæðinu, m.a. um fræðandi ferðaþjónustu í samvinnu við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Höfn.

Á síðustu árum hefur aukin áhersla verið lögð á þróun nýs námsframboðs í samvinnu við atvinnulífið á Suðurlandi. Fyrst var þar um að ræða nám varðandi nýsköpun og stjórnun í matvælafyrirtækjum (Matvælabrúin) en síðan tók við sambærilegt nám fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu (Ferðamálabrúin). Í báðum þessum tilvikum hafa nemendur í Sveitarfélaginu Hornfirði tekið þátt í þessu nýbreytnistarfi.

Undanfarin misseri hefur Eyrún Unnur Guðmundsdóttir starfsmaður Fræðslunetsins jafnframt verið starfsmaður Háskólafélagsins í Nýheimum.

560 2050 / 696 9762

Nýheimar

Litlubrú 2

780 Höfn

Eyrún Unnur Guðmundsdóttir

Símanúmer: 560 2050 / 696 9762

Netfang: eyrun@fraedslunet.is