Nýheimar þekkingarsetur hefur umsjón með þjónustu við háskólanema í Hornafirði og bíður uppá námsaðstöðu og umsjón fjarprófa.

Námsaðstaðan er á nýjum, átta sæta básum, sem setrið og Sveitarfélagið Hornafjörður fjárfesti í í upphafi 2020.

Námsaðstaðan er fyrir alla háskólanema á svæðinu, er þeim að kostnaðarlausu og opin á opnunartíma húsnæðis Nýheima.

Yfir veturinn er húsnæði Nýheima opið mánudaga til fimmtudaga kl.7:30-17:00, föstudaga kl.7:30-16:00 og á laugardögum kl.11:00-15:00.

Utan auglýsts opnunartímar skal húsið vera læst en háskólanemar geta fengið aðgang að húsinu umfram þess gegn 5.000 kr. tryggingu sem endurgreiðist við samningslok.

Frekari upplýsingar og skráning er hjá Kristínu Völu verkefnastjóra setursins á Vesturgangi Nýheima (kristinvala@nyheimar.is)