Íslenska

Hop jökla

Á 13. öld hófst tímabil í Norður-Evrópu sem kallað hefur verið Litla ísöld vegna þess hve kalt var í samanburði við það sem nú er. Þá uxu jöklar og náðu mestri stærð í lok 19. aldar. Síðan þá hafa jöklar Íslands hopað og þynnst. Hopun jöklanna er mismikil eftir staðsetningu og hæð yfir sjávarmáli. Síðustu ár og áratugi hefur hopið verið mjög hratt, og því veldur loftslagsbreytingar sem eru sterkur áhrifavaldur.

Suðurskriðjöklar Vatnajökuls hafa hopað um 1–6 km en einnig hafa þeir lækkað mikið eða um allt að 300 metra fremst á jökuljaðrinum.  Rúmmálstap suðurskriðjökla Vatnajökuls frá 1890 nema á bilinu 15-50% en síðan um aldamótin 2000 hefur hop þeirra verið með því mesta sem mælst hefur í heiminum á flatarmálseiningu. Þó hopið hér á landi sé mikið tapar Grænlandsjökull nú árlega um helmingi meiri ís en suðurskriðjöklar Vatnajökuls samanlagt á 120 ára tímabili.

Hop jökla er ein helsta orsök hækkandi sjávarborðs sem er nú um 3 mm árlega en þeir 130 km3 sem hopað hafa á sunnanverðum Vatnajökli hafa stuðlað að um 0,33 mm hækkun sjávarborðs á heimsvísu.

(Mynd: Breytingar á Breiðamerkurjökli. David J. Evans. 2016. Vatnajökull National Park (South Region) - Guide to a glacial landscape legacy. (Af hverju er ísinn blár) - Klaus Kretzer: Íssýnir, Sjónarsker. 2010)

Mynd 1: Breytingar á Breiðamerkurjökli. David J. Evans. 2016.

 

  •  Þynning suðurskriðjökla Vatnajökuls samsvarar því að yfirborðið hafi lækkað um fjórar Hallgrímskirkjur.
  • Hop skriðjökla á sunnanverðum Vatnajökli er um 300 km2 eða um 130 km3  sem samsvarar farmi um 13 milljarða vörubíla (miðað við 10 m3 í bíl).
  • Suðursvæði Vatnajökuls er hlýjasta og úrkomumesta svæði landsins og því bregðast jöklarnir hratt við veðurfarsbreytingum. Þess vegna eru jöklarnir í Sveitarfélaginu Hornafirði sérstaklega hentugir til að skoða tengsl jökla- og loftslagsbreytinga.

 

 

 

(Mynd: Reiknaðar breytingar skv. sviðsmyndum um veðurfarsbreytingar. Gefnar eru tölur um rúmmál sem hlutfall af rúmmáli 1990. http://brunnur.vedur.is/pub/visindanefnd/Visindanefndarskyrsla_Haupplausn.pdf bls 89)

English

Heimildir:

Climate communication. (e.d.-b). Global Warming is Already Affecting Weather https://www.climatecommunication.org/climate/global-warming/

Climate communication. (e.d.-a). Climate is Warming. https://www.climatecommunication.org/climate/climate-warming/#!prettyPhoto/0/

Department of ecology [ECY]. (e.d.-a). Extreme Weather. Department of ecology, state of washington. Sótt 30.05.2017 af http://www.ecy.wa.gov/climatechange/extremeweather_more.htm

Department of ecology [ECY]. (e.d.-b).What is climate change? Department of ecology, state of washington. Sótt 30.05.2017 af http://www.ecy.wa.gov/climatechange/whatis.htm

Department of ecology [ECY]. (e.d.-c). How is weather different from climate? Department of ecology, state of washington. Sótt 30.05.2017 af http://www.ecy.wa.gov/climatechange/FAQ.htm#Q0