Innan Menningarmiðstöðvarinnar eru sex safneiningar, byggða-, sjóminja-, náttúrugripa-, lista-, bóka og héraðsskjalasafn ásamt rannsóknarsviði sem starfar þvert á einingarnar.

Byggða, og náttúrugripasafn. Safninu er ætlað að safna minjum sem lýsa mannlífi héraðsins, það er heimilishaldi, félagslífi, samgöngum og atvinnuháttum, jafnt til sjávar og sveita með áheyrslu á skaftfellskt efni sem einkennt hafa þetta byggðarlag eða gert aðstæður þess frábrugðnar aðstæðum annarra byggðarlaga.

Listasafn Svavars Guðnasonar safna listaverkum með sérstakri áherslu á austur-skaftfellska list Kjarni safneignar Listasafnsins samanstendur af verkum Svavars Guðnasonar og fleiri hornfirskra málara og á safnið nú yfir 500 verk, sem bæði eru sýnd í sal listasafnsins auk þess sem verk hafa verið lánuð til annarra stofnanna sveitarfélagsins.

Bókasafn Bókasafnið hefur það hlutverk að veita upplýsingar, auka þekkingu og vera til afþreyingar fyrir alla íbúa héraðsins. Það er einnig skólabókasafn Framhaldskólans í Austur-Skaftafellssýslu og er í samvinnu við Grunnskóla Hornafjarðar. Á Bókasafninu er hægt að lesa dagblöðin og ýmiskonar tímarit. Barnadeild safnsins er notaleg og vinsæl af yngri kynslóðinni, þar er m.a. hægt að breyta sér í prinsessur, bófa og jafnvel jólasveina. Bókakostur safnsins er mjög fjölbreyttur og telur um 34þús bindi.

Héraðsskjalasafn Austur Skaftafellssýrslu Þjónusta við almenning felst m.a. í því að svara fyrirspurnum úr skjölum og aðstoða gesti safnsins. Ennfremur tekur safnið á móti einkaskjalasöfnum frá einstaklingum, félögum og fyrirtækjum í héraðinu. Gestir og gangandi geta komið við á Héraðsskjalasafninu, fengið aðstoð hjá héraðsskjalaverði, við að finna skjöl og þau má ljósrita fyrir frekari rannsóknir, en skjöl eru ekki til útláns.

Menningarmiðstöðin leggur áherslu á miðlun skráningu og fræðslu menningararfs Hornafjarðar.Hlutverk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar er að halda uppi öflugu menningarlífi í sveitarfélaginu. Styðja við frjáls félagasamtök sem vinna að menningarmálum og hlúa að öflugu og fjölbreytta menningarstarfi sem til staðar er í sveitarfélaginu. Önnur meginmarkmið Menningarmiðstöðvar Hornafjarðarsafna er að hlúa að því öfluga og fjölbreytta menningarstarfi sem til staðar er í sveitarfélaginu og viðurkenna menningarmál sem eitt af meginverkefnum sveitarfélagsins. Efla vitund fólks um sérkenni og menningararf héraðsins og halda þeim sérkennum við með fræðslu, kynningu og beinum aðgerðum.

470 8050

Nýheimar

Litlubrú 2

780 Höfn

Eyrún Helga Ævarsdóttir

Forstöðumaður

Símanúmer: 470 8052

Netfang: eyrunh@hornafjordur.is

Guðný Svavarsdóttir

Bókasafn

Símanúmer: 470 8050

Netfang: gudny@hornafjordur.is

Halldóra Jónsdóttir

Héraðsskajakasafn

Símanúmer: 470-8056

Netfang: halldorajo@hornafjordur.is

Hanna Dís Whitehead

Listasafn

Símanúmer: 470-8057

Netfang: hannadis@hornafjordur.is

Ósk Sigurjónsdóttir

Byggðasafn

Símanúmer: 470-8055

Netfang: osk@hornafjordur.is

Sigríður Guðný Björgvinsdóttir

Rannsóknarsvið

Símanúmer: 470 8058 / 861 0686

Netfang: siddy@hornafjordur.is