Íslenska

Sporðamælingar

Sporðamælingar hafa víða staðið óslitið síðan 1930 en þá hóf Jón Eyþórsson veðurfræðingur að mæla skipulega jökulsporða víðs vegar á Íslandi. Þeim mælingum hefur verið haldið áfram fram á þennan dag á vegum sjálfboðaliða Jöklarannsóknafélags Íslands. Mælingar hvers árs hafa birst í tímaritinu Jökli og eru þær merkileg heimild um jöklabreytingar á landinu í hartnær öld. Mælingarnar lýsa hörfun, framgangi og í sumum tilvikum framhlaupum stærstu skriðjökla landsins og fjölmarga þeirra minni. Mælingarnar eru afhentar í alþjóðlega gagnasafnið World Glacier Monitoring Service um breytingar jökla víðs vegar um heim. Sjálfboðaliðar félagsins fylgjast með breytingum 50 jökulsporða á 64 mælistöðum. Útbúinn hefur verið sérstakur sporðamælingavefur þar sem hægt er að nálgast allar mælingar frá upphafi og skoða staðsetningu mælistaða (spordakost.jorfi.is). Á vefnum er hægt að nálgast upplýsingar um það hverjir sinna mælingunum, nýjar og gamlar ljósmyndir af jöklunum, línurit og frumgögn, auk þess árlegar skýrslur um mælingarnar.

Þessar mælingar eru mikilvægt framlag til vöktunar á umhverfisbreytingum sem nú eiga sér stað vegna hlýnandi loftslags og eru gott dæmi um hvernig almenningur getur lagt til upplýsingar í þágu vísinda og vöktunar á náttúru landsins. Bæði einstaklingar og nemendur hafa tekið að sér mælingar á jökulsporðum en með hörfun jökulsporða og myndun lóna framan við þá versnar aðgengi fótgangandi manna að jöklunum og þar á meðal mælingamanna. Síðan 1990 hefur árlega verið farið í námsferð í jarðfræðiáfanga á vegum Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu og skriðjöklar mældir. Haustið 2016 hófust mælingar við vestanverðan Fláajökul í samvinnu við Náttúrustofu Suðausturlands. GPS punktar jökuljaðarsins eru færðir inná gervitunglamynd í landupplýsingaforriti og þannig fæst nákvæm mynd af jaðri jökulsins hverju sinni. Upplýsingar um jöklamælingar FAS má finna á vefslóðinni https://nattura.fas.is/index.php/joklamaelingar.

Breytingar á stöðu jökulsporða nokkurra suðurskriðjökla Vatnajökuls miðað við stöðu þeirra ca 1890,  mældar af sjálfboðaliðum Jöklarannsóknafélags Íslands. Mynd frá Hrafnhildi Hannesdóttur o.fl. 2015.

English

Glacier frontal measures

Jón Eyþórsson, meteorologist at the Icelandic Meteorological Office, initiated a monitoring programme of glacier termini in Iceland in 1930. These measurements have continued to this day and have been managed by the Iceland Glaciological Society since its foundation around the middle of the 20th century. The monitoring involves measuring year-to-year variations of the terminus position relative to a reference point. The measurements, published annually in the journal Jökull, are a remarkable source of information about glacier variations in Iceland for almost 100 years. The measurements document terminus retreat and advance, and in some cases dramatic surges, of a majority of outlet and valley glaciers in Iceland. The results are submitted to the international database World Glacier Monitoring Service about glacier variations.

 

Currently, the monitoring program involves 50 termini with 64 measurement sites. The location of the sites as well as all the annual reports on terminus variations, published in Jökull, are available at the projects website, http://spordakost.jorfi.is. The web also shows information about the people who carry out the measurements and displays photographs of the glaciers monitored. Historical photographs of particular termini at different points in time are provided in some cases. Graphs showing the variations of many different termini on the same plot are also provided

 

These measurements are an important contribution to monitoring of climate change and a good example of how the public can participate in scientific exploration. Since 1990 students taking a geology course at the local highschool in Austur-Skaftafellssýsla (FAS,) at Höfn have carried out terminus measurements. A co-operation between the school and the South East Iceland Nature Research Centre started in 2016 and involved measuring changes of Fláajökull glacier. The glacier edge is measured with a GPS device and the data imported to GIS software, and the current position of the terminus portrayed on a satellite image. Information regarding the FAS glacier measurements can be found at the website https://nattura.fas.is/index.php/joklamaelingar. As the glaciers retreat and formation of terminal lakes advances, access to the termini for volunteers conducting the measurements becomes more difficult.

Cumulative frontal variations of a few south-flowing outlet glaciers relative to the ca. 1890 terminus position determined from the terminal Little Ice Age moraines. Source: Hannesdóttir et al. 2015.