Íslenska

Bráðnun jökla og samfélagsleg áhrif

Bráðnun jökla, einkum á Suðurskautslandinu og Grænlandi, er einhver veigamesta orsök hækkandi sjávarborðs jarðar. Með hækkun sjávarborðs eykst sjávarrof, sjávarflóð magnast, grunnvatn mengast og láglendi fer á kaf víða um heim. Mörg af þéttbýlustu svæðum jarðar í Asíu sem og í Norður-Evrópu og Ameríku eru sérstaklega í hættu. Um er að ræða strandsvæði þar sem hundruð milljónir manna búa.

Milljónir manna nýta leysingavatn frá jöklum til drykkjar og við áveitur. Viðbúið er að gríðarlegur vatnsskortur verði víða og þá sérstaklega á mjög fjölmennum svæðum í Indlandi og Kína þegar jöklar Himalaya hverfa. Íslenskir jöklar geyma ferskvatnsbirgðir sem samsvara um 20 ára ársúrkomu. Íslendingar hafa til umráða meira af óspilltu ferskvatni á hvern íbúa en nokkur önnur þjóð í heiminum. Þetta er afar dýrmæt auðlind sem okkur ber að vernda og nýta skynsamlega.

 

Bráðnun jöklanna hefur bein áhrif á staðbundnar aðstæður samfélagsins á Hornafirði. Jöklar bráðna hratt og verða að óbreyttu að mestu horfnir eftir 150-200 ár.

 

●       Stórbrotinn þáttur í landslagi svæðisins hverfur sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir ferðaþjónustuna, eina stærstu atvinnugrein svæðisins og landsins.

●       Bráðnun jökla veldur landrisi sem gerir það að verkum að hin grunna innsigling til Hafnar grynnist enn frekar sem skapar aukna hættu fyrir skipaferðir. Lokist innsiglingin alveg mun sjávarútvegur sennilega leggjast af á Höfn.

●       Talið er að landris geti valdið vandræðum fyrir fráveitu Hornafjarðar. Þegar land lyftist lækkar grunnvatnsstaðan og um leið breytist jarðvegsrýmdin. Getur það valdið því að fráveiturör hnikist til. Vísbendingar eru um að þetta sé þegar raunin.

Landris getur valdið því að firðir þorna upp með tilheyrandi jarðvegsfoki.

Heimildir:

http://www.visir.is/g/2017170229849/vara-vid-althjodlegum–thorskastridum–vegna-loftslagsbreytinga-og-thjodernisstefnu Snorri Baldursson, Lifandi kennslustofa í loftlagsbreytingum (bæklingur Vjp) http://www.vedur.is/loftslag/loftslagsbreytingar/liklegar/

http://aldarafmaeli.hi.is/afmaeli/krian_i_kreppu

https://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/visindanefndloftslagsbreytingar.pdf

http://skemman.is/stream/get/1946/14960/35555/1/Mastersritger%C3%B0_2013.pdf

http://www.vedur.is/loftslag/loftslagsbreytingar/afleidingar/

Snorri Baldursson (2014), Lífríki Íslands bls 335

English

Glacier Melting and Social Impacts

The melting of glaciers, especially the ice sheets of Antarctica and Greenland, is one of the main factors contributing to rising sea levels. Rising sea levels enhance costal erosion and may cause floods, pollution of groundwater and lowlands may submerge under water all around the world. Many of the most densely populated areas in Asia, Northern Europe and America are at the highest risk. These are coastal areas that habit hundreds of millions of people,

 

Millions of people utilise glacier meltwater as drinking water and for irrigation. Water shortage is expected to become a problem around the world, especially in populated areas in India and China when the Himalaya glaciers disappear. Iceland’s glaciers contain freshwater supplies amounting to 20 years of precipitation. Icelanders have more freshwater available for each inhabitant than any other nation in the world. This is an extremely valuable natural resource which should be protected and utilized wisely.

 

The melting of the glaciers directly affects the society of Hornafjörður. Glaciers are melting fast and may be mostly gone in 150-200 years.

 

●       With melting of the glaciers, an extremely valuable part of the regions scenery disappears, with potentially serious consequences for the tourism industry, one of the most important professions in the area and the country.

●       Glacier melting leads to uplift, potentially blocking the shipping channel into the harbour in Höfn, thus the fishing industry in Höfn may be at risk.

●       The uplift can also cause considerable problems for Hornafjörður sewage system. As the land rises, the level of groundwater becomes lower and changes occur in soil density. This may cause sewer pipes to dislocate and there are indications that this is already happening at Höfn.

●       Uplift can cause fjords in the area to dry up exposing fine sediments and mud, and increasing the risk of soil erosion.

References:

http://www.visir.is/g/2017170229849/vara-vid-althjodlegum–thorskastridum–vegna-loftslagsbreytinga-og-thjodernisstefnu Snorri Baldursson, Lifandi kennslustofa í loftlagsbreytingum (bæklingur Vjp) http://www.vedur.is/loftslag/loftslagsbreytingar/liklegar/

http://aldarafmaeli.hi.is/afmaeli/krian_i_kreppu

https://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/visindanefndloftslagsbreytingar.pdf

http://skemman.is/stream/get/1946/14960/35555/1/Mastersritger%C3%B0_2013.pdf

http://www.vedur.is/loftslag/loftslagsbreytingar/afleidingar/

Snorri Baldursson (2014), Lífríki Íslands bls 335