Íslenska

Hlýnun og samfélagsleg áhrif

Loftslagsbreytingar hafa ekki eingöngu áhrif á nátturu heldur geta haft bein áhrif á samfélög manna og breytingar eru að eiga sér stað sem munu hafa afdrifarík áhrif á líf fólks en við erum rétt að byrja að skilja vægi þeirra. Í fátækari ríkjum heims leiða loftslagsbreytingar til efnahagslegra áfalla vegna versnandi aðstæðna. Hlýnun og auknir þurrkar hafa víða stytt ræktunartíma og dregið úr uppskeru. Í suðurhluta Afríku hefur þurrkatími til dæmis lengst og úrkoma orðið óáreiðanlegri. Hlýnunin hefur meðal annars leitt til þess að aftakaveður eru tíðari og öflugri en áður og valda meiri búsifjum. Dauðsföll vegna hærri sumarhita í Evrópu, tíðari skógareldar, frjókornaofnæmi utan hitabeltisins á norðurhveli jarðar og greiðari smitleiðir farsótta á sumum svæðum eru dæmi um þætti sem hnattræn hlýnun hefur áhrif á. Þessar breytingar í veðurfari hafa alvarlegar afleiðingar fyrir fátækari samfélög sem hafa takmarkaða möguleika til aðlögunar og eru gjarnan háð loftslagstengdum auðlindum, svo sem staðbundnum vatns- og matarforða.

Víðast hvar í heiminum munu áhrif loftlagsbreytinga vera mjög neikvæðar, bæði á náttúru og samfélög. Efnahagslegar afleiðingar fyrir einstaklinga og stundum heilu þjóðirnar af völdum óveðra geta verið umtalsverðar.

Vistkerfi sjávar og útbreiðslusvæði nytjafiska hafa breyst og fiskitegundir í auknu mæli fært sig um set vegna hækkandi sjávarhita.

Sérfræðingar telja að slík þróun geti ógnað lífsviðurværi og aðgengi sumra ríkja að fæðu.

 

Hlýnun hefur líka áhrif á íslenskt samfélag og má nefna eftirfarandi:

●       Áhrif hlýnunar á landbúnað á Íslandi eru umtalsverð, veðurfar er nú hagstæðara fyrir kornrækt og einnig hafa aðstæður til skógræktar og landgræðslu batnað.

●       Útbreiðsla skordýra er nátengd hita- og rakastigi og hefur hlýrra loftslag skapað betri skilyrði fyrir meindýr og plöntusjúkdóma sem ekki hafa áður þekkst hérlendis.

●       Fyrir Hornafjörð sem sjávarútvegsbæ geta breytingar á útbreiðslu og stofnstærð nytjategunda haft umtalsverð áhrif. Nú þegar má sjá ákveðnar breytingar á útbreiðslu tegunda. Þannig hafa ýsa, lýsa, skötuselur og ufsi breiðst út til norðurs, en loðna sem er kaldsjávarfiskur hefur hopað og heldur sig nú lengra norður í höfum.

English

Global Warming and Social Impacts

Climate change will not only impact nature, but also human societies and will alter people’s lives in a myriad of ways that we are just beginning to understand. In poorer countries climate change can lead to economic shock due to worsening conditions. Warmer climate and increased droughts have widely led to shorter cultivation period and reduced harvesting. For example, in southern Africa the dry season is getting longer, and precipitation is becoming ever more unreliable. The global warming has also increased frequency and intensity of storms which has led to damages of infrastructure and loss of homes. Rising mortality rates in Europe due to higher summer heat, more frequent forest fires, people´s allergies to pollen in the northern hemisphere and wider spread of diseases in some areas are just some examples of factors caused by global warming. This has serious consequences for the poorer communities that have limited potential for adaptation and are often dependent on climate-related resources, as local water- and food sources.

In most of the world, the overall impact of climate change will be highly negative, both for natural systems and human communities. Economic consequences for individuals and nations can be substantial in the future due to storms.

The marine ecosystems and distribution areas have changed, and fish species are increasingly affected by rising sea temperatures. Experts believe this development will threaten the livelihood of several coastal communities.

 

In northern countries such as Iceland, the local impacts are perhaps more ambiguous:

·        Climate conditions for grain production, forestry and soil conservation have greatly improved.

·        Warmer climate has improved conditions for various pests and plant diseases, some of which have up until now been non-existent in Iceland.

·        Changes in distribution and stock size of fish species can have a profound effect on a fishing village, such as Hornafjörður. For example; haddock (Melanogrammus aeglefinus), whiting (Merlangius merlangus), monkfish, and saithe have expanded their range in Icelandic waters, while capelin has moved further north.