Íslenska

Matarsóun

Þriðjungur þess matar sem keyptur er inn á heimili fer beint í ruslið samkvæmt Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO) eða um 1.3 milljón tonn af mat á hverju ári í heiminum öllum. Þá er ekki talinn með sá matur sem hent er sem leifum af elduðum og framreiddum mat. Ákveðin vitundarvakning hefur átt sér stað varðandi matarsóun og að með því að draga úr henni megi nýta betur auðlindir og spara fé. Það sem sjaldnar hefur komið fram er að sóun matar leggur mikið til losunar gróðurhúsalofttegunda. Samkvæmt skýrslu Matvæla– og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna er áætlað að um 3.300.000 Gg (eitt Gg er milljón kg koltvísýringsígilda) í heiminum á ári megi rekja til matarsóunar. Ef gert er ráð fyrir að losun á hvern íbúa á Íslandi sé sambærileg meðallosun á hvern íbúa Evrópu þá er losun frá matarsóun Íslendinga á ári hverju rúmlega 200 Gg koltvísýringsígilda. Það gerir um 5% af árlegri heildarlosun Íslands árið 2013.

English

Food Waste

About one third of the food that is bought annually, some 1.3 million tons, goes straight into the garbage bin according to the Food and Agriculture Organisation of the United Nations (FAO). That does not include the food that has already been cooked and served and is later thrown away.

Awareness regarding food waste has increased, with the emphasis being on reducing food waste so that we can better utilise our resources and bring down production costs. However, food waste also contributes to emission of greenhouse gases. According to a study done by FAO, it is estimated that world emissions amounting to 3.300.000 Gg (1 Gg=1 million carbon dioxide equivalent) can be directly correlated to food waste. If the average waste of each Icelander is comparable to the average of European residents, then the annual average of food waste in Iceland is approximately 200 Gg of carbon dioxide. That is about 5% of the annual total emission rate of Iceland in 2013.