Íslenska

Orkuframleiðsla og orkunotkun

Yfir 99% íslenskrar raforkuframleiðslu kemur frá endurnýjanlegum orkuauðlindum, það er jarðvarma (um 27%) og vatnsafli (um 73%). Um 90% heimila eru kynt með jarðvarma og eru aðeins nokkur hús, sumarbústaðir og einstaka sundlaugar þar sem raforka er framleidd með dísilrafstöð og kynt er með eldsneyti. Mörg önnur lönd, svo sem Þýskaland og Bandaríkin framleiða stóran hluta af raforku og varma úr jarðefnaeldsneyti, olíu, kolum eða gasi. Er því útstreymi frá orkuframleiðslu á Íslandi fremur lítið miðað við önnur lönd.

Hornafjörður er ekki á háhitasvæði og í dag er raforka nýtt til hitunar húsa og neysluvatns. Fundist hefur jarðhiti (ca 50–70°C) á þremur stöðum innan sveitarfélagsins og er nú unnið að frekari borunum á einum þeirra, með það markmið að koma hitaveitu í öll hús á Höfn.

Aðgerðir fyrirtækja og einstaklinga hvað varðar orkumál snúa fyrst og fremst að samdrætti í orkunotkun:

●       Við val á raftækjum ætti að taka mið af orkunýtni þeirra.

●       Draga má úr kyndikostnaði og orkunotkun með því að minnka kyndingu yfir sumartímann eða þegar hús eru ekki í notkun.

●       Raftæki í biðstöðu, eins og til dæmis sjónvörp geta eytt um 40% af þeirri orku sem notuð er þegar kveikt er á þeim. Mikilvægt er að rjúfa straum til raftækja sem ekki eru í notkun.

●       Þegar dagsbirtu nýtur má auðveldlega spara ljósanotkun.

●       Sparperur nota allt að 80% minna rafmagn og duga allt að 10 sinnum lengur.

English

Energy production and energy consumption

Renewable energy provides over 99% of electricity production in Iceland, with about 73% coming from hydropower and 27% from geothermal power. About 90% of homes are heated with geothermal energy and there are only a few homes, summer houses and swimming pools that utilise electrical power produced with a diesel generator and diesel fuel. Many other countries, for instance Germany and the United States rely on fossil fuels: oil, coal and gas for energy production. Thus, GHG emissions due to energy production in Iceland is rather minimal in comparison to other countries.

Hornafjörður is not in a high-temperature geothermal area and, electrical power is used to heat the houses and water. Geothermal heat (approximately 50–70°C) has been found in three areas within the municipality and further drilling is ongoing in one of these areas, with the goal of supplying heat to all the houses in the town of Höfn.

 

Possible actions by companies and individuals with regards to energy production focus on decreasing the energy consumption:

●       Consider the energy efficiency of electronic equipment.

●       Adjusting the heating over the summer months or while away, diminish heating costs and energy consumption

●       Electronics on standby, for example televisions, can use 40% of the energy required for full usage; break the circuit while the appliance is not in use.

●       During daylight hours, having lights turned off can easily save energy.

Energy saving light bulbs use up to 80% less energy and last up to 10 times longer than normal light bulbs.