Íslenska

Stjórnvöld og mótvægisaðgerðir

Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru taldar vera eitt af alvarlegustu umhverfisvandamálum samtímans. Ábyrgð stjórnvalda er mikil og eigi að vera unnt að vinna að lausn vandans er ljóst að til þarf samstarf og samvinnu ríkja heims. Sameinuðu þjóðirnar hafa beitt sér gegn loftlagsbreytingum og meðal annars unnið að rammasamningi um loftslagsbreytingar en helstu áfangar í þróun samningsins eftirfarandi:

 

·        1992 – samningurinn samþykktur á ríkjaráðstefnu í Ríó í Brasilíu.

·        1995 – bindandi markmið fyrir ríki heimsins um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda voru

·        samþykkt í Kyoto í Japan.

·        2005 – Kyoto-bókunin gekk formlega í gildi þegar nægilega mörg ríki höfðu staðfest hana;

·        bókunin rennur út árið 2020.

·        2015 – samkomulag náðist í París um að stöðva aukningu í útblæstri gróðurhúsalofttegunda á

·        heimsvísu og að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C.

·        2016 – Parísarsamkomulagið gekk í gildi þegar 55 ríki höfðu fullgilt samkomulagið.

 

Íslendingar gerðust strax aðilar að Rammasamningi Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, Kyoto bókuninni og síðar Parísarsamkomulaginu sem komu í kjölfarið. Ísland hefur enn fremur skuldbundið sig til að taka þátt í átaksverkefni Evrópusambandsins sem miðar að því að draga úr útstreymi gróðurhúsalofttegunda um 40% árið 2030, miðað við 1990. Í nóvember 2015 lögðu Íslensk stjórnvöld fram sóknaráætlun í loftslagsmálum þar sem áhersla er lögð á samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs um að draga úr losun útblásturs í tilteknum greinum og ýta undir nýsköpun og loftslagsvænar lausnir.

Áætlunin byggir á 16 verkefnum sem miða að því að draga úr losun, auka bindingu kolefnis úr andrúmslofti, styðja alþjóðleg loftslagsverkefni og efla getu stjórnvalda til að takast á við strangari skuldbindingar í loftslagsmálum.

 

Helstu markmið og verkefni sóknaráætlunarinnar eru eftirfarandi:

·        Orkuskipti í samgöngum. Aðgerðir miða að því að hlutfall visthæfra endurnýjanlegra orkugjafa verði 10% árið 2020.

·        Efling innviða á landsvísu fyrir rafbíla. Aðgerðir miða að því að styrkja innviði sem mikilvægir eru rafbílavæðingu svo sem uppsetningu hraðhleðslustöðva.

·        Vegvísir sjávarútvegs um samdrátt í losun. Aðgerðir miða að því að draga úr losun um 40% í sjávarútvegi árið 2030 miðað við 1990.

·        Loftslagsvænni landbúnaður. Unnið verður að því að setja fram vegvísi um samdrátt frá landbúnaði.

·        Efling skógræktar og landgræðslu. Áætlað er að setja meira fjármagn í skógrækt og landgræðslu.

·        Endurheimt votlendis. Áætlað er að setja á fót verkefni sem miðar að endurheimt votlendis.

·        Kolefnisjöfnun í ríkisrekstri. Styrkja á verkefni sem stuðla að kolefnisjöfnun í ríkisrekstri.

·        Átak gegn matarsóun. Efla á verkefni sem stuðla að minni matarsóun.

 

Aðgerðaráætlunin felur einnig í sér að efla verkefni með áherslu á að greina afleiðingar loftslagsbreytinga og miðla þeim upplýsingum til almennings, svo sem:

·        Vísindaskýrsla um afleiðingar loftslagsbreytinga á Íslandi

·        Aðlögun að loftslagsbreytingum

·        Bætt bókhald og spár um losun og kolefnisbindingu

·        Jöklar Íslands-lifandi kennslustofa um loftslagsbreytingar (Hörfandi jöklar)

 

Ísland hefur margt fram að færa til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu, t.d með verk- og tækniþekkingu á sviði jarðhita og landgræðslu.

Til að mynda er Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna rekinn af Orkustofnun en hlutverk hans er að veita ungum sérfræðingum frá þróunarlöndum sérhæfða þjálfun í rannsóknum og nýtingu jarðhita. Auk þess er Ísland virkur málsvari samþættingar jafnréttis- og loftslagsmála. Hluti af sóknaráætluninni verður að efla starf Íslands í loftslagsmálum á alþjóðavísu.

·        Samstöðuhópur um nýtingu jarðhita á heimsvísu

·        Loftslagsmál og norðurslóðir

·        Græni loftslagssjóðurinn

·        Framlög til loftslagsvænnar þróunaraðstoðar

English

Governments and Countermeasures

Anthropogenic climate change is considered one of the most serious environmental problems of today. The responsibility of governments is enormous, and collaboration and cooperation of the world’s nations is required for urgent solutions. The United Nations have worked on the issue of global warming, including by developing national agreements and assess the progress in dealing with climate change. Fallowing are the main progresses in these agreements:

●       1992 – the Framework Convention on Climate Change (FCCC) was first approved at the Rio Conference in Brazil.

●       1995 – the Kyoto Protocol was agreed, committing parties to internationally binding emission reduction targets

●       2005 – the Kyoto-Protocol became officially operative when sufficient number of nations had signed it; it expires in 2020.

●       2015 – the Paris climate agreement was approved, aiming to keep global temperatures rise this century below 2°C, and preferably below 1.5°C.

●       2016 – the Paris climate agreement came into force when 55 nations had confirmed it.

Iceland became a member of the United Nations FCCC in 1992 and has also signed the Kyoto Protocol and the Paris climate agreement. Iceland further committed to participate in the European Union target of 40% reduction in greenhouse gas emissions by 2030 (as compared to 1990 levels). In November 2015, the Icelandic government announced a climate-change action plan. The plan emphasises cooperation between the government and industries and encourages innovation and climate-friendly solutions. The action plan is based on 16 tasks aimed to reduce emissions, increase carbon fixation, support global climate projects and enhance government capacity to cope with stricter climate commitments.

The main objectives and tasks of the action plan are as follows:

•        Energy change in transport. The action aims at 10% of renewable energy sources by 2020.

•        Enhancement of national infrastructure for electric cars. The action aims at strengthening infrastructure that are important for the car fleet electrification, such as charging platforms.

•        Fisheries guidelines for a reduction in emissions. Actions aim at reducing emissions by 40% in the fisheries industry by 2030 compared with 1990.

•        Climate-friendly agriculture. Efforts will be made to provide a reference guideline for agricultural emissions contraction.

•        Improving forestry and land reclamation. More resources will go into forestry and land reclamation.

•        Reclaiming wetlands. The action aims to set up a project to restore wetlands.

•        Carbon neutralization in government operations. Support projects that promote carbon reduction in government operations.

•        Efforts to prevent food waste. Promote projects that help reduce food waste.

 

The action plan also includes projects identifying and communicating the consequences of climate change to the public, including:

●        Scientific report on the consequences of climate change in Iceland

●        Adaptation to climate change in Iceland

●        Better accounting and forecasts on emissions and carbon fixation

●        Icelandic glaciers, a natural laboratory to study climate change

 

 

Iceland has a lot to offer in reducing greenhouse gas emissions globally, for example with engineering and technology in the field of geothermal energy and land degradation.

For instance, is the United Nations University’s Geothermal Training Programme executed in Iceland by Orkustofnun. Its role is to provide young experts from developing countries with specialized training in geothermal research and utilization. In addition, Iceland is an active advocate of integration of gender equality and climate. Part of the action plan will be to strengthen Iceland’s climate policy internationally.

●        Group on exploitation of geothermal heat worldwide

●        Climate change in the Arctic

●        The Green Climate Fund

●        Contributions to climate related development aid.