Jökull

Jökull er massi íss sem við ákveðnar aðstæður tekur að skríða undan halla vegna eigin þunga. Hann myndast þar sem ákoma snævar er meiri en því sem nemur rýrnun (bráðnun og uppgufun), þetta gerist á mörgum árum, jafnvel öldum.

Vegna þess að jökulmassi bregst við langtíma loftslagsbreytingum eins og úrkomu, meðalhita og skýahulu, er breyting í jökulmassa álitin á meðal bestu vísendinga um slíkar breytingar.  

Glacier

Glacier is a persistent body of dense ice that is constantly moving because of its own weight; it forms where the accumulation of snow exceeds its ablation (melting and sublimation) over many years, often centuries.

Because glacial mass is affected by long-term climatic changes, e.g., precipitation, mean temperature, and cloud cover, glacial mass changes are considered among the most sensitive indicators of climate change.

Skriðjökull

Skriðjöklar eru jökultungur sem renna út úr meginjökli. Þeir einkennast af framrennsli íssins og sprungnu yfirborði. Flestir skriðjöklar renna aðeins nokkur hundruð metra á ári.

Outlet glacier

Outlet glaciers are channels of ice that flow out of ice sheets, ice caps of icefields. They are characterized by the forward flow of the ice and cracked surface. Most glaciers flow only a few hundred meters a year.

Dauðís

Jökulís sem er hættur að skríða og fær ekki viðbót frá ákomusvæði. Hann er venjulega þakinn jökulruðningi. Einnig á þetta við um ísjaka eða íshröngl sem hefur borist frá jöklinum.

Stagnant ice, dead ice

Glacial ice that has ceased to crawl and is not fed with snow from above. It is usually covered with moraine. The name also applies to icebergs that has been broken from the glacier.

Jökulá

Straumvatn sem verður til  við leysingu jökulíss og snævar á jökli. Jökulvatnið er gruggugt og ógegnsætt. Hiti þess við upptök er um 0°C. Rennsli jökuláa er mjög háð lofthita og er margfalt meiri að sumri en vetri.

Glacial/glacier river

Flowing water originates from the melting of glaciers and the snow up on it. Glacial water is turbit and opaque. The water’s temperature at the source is about 0 ° C. The discharge of glacial rivers is highly dependent on temperature and is much greater in summer than in winter.

Landmótun

Landmótun er það landslag sem myndast og breytist af völdum náttúruafla. Þar eru bæði útræn og innræn öfl að verki. Útrænu öflin eiga uppruna sinn á yfirborði jarðskorpunnar eða ofan hennar og valda veðrun og rofi. Þarna má t.d. nefna jökla, vatn, vind og frostverkun. Innrænu öflin undir yfirborði jarðskorpunnar og eru t.d. landsig eða eldgos.

Land formation, landscaping, geomorphology (Landmótunarfræði)

Land formation is the landscape formed and changed by the forces of nature. There are both exogenous and endogenous forces at work. Exogenous forces originate on the surface of the earth’s crust or above it, causing weathering and erosion. These forces are e.g. glaciers, water, wind and frost action. Endogenous forces originate from below the crust surface and an example of these inner forces are e.g. subsidence and volcanic eruptions.

Jökulrof

Rof, sem jökull veldur með því að losa, mola og flytja fram jarðefni úr farvegi sínum og einnig með því að flytja fram bergmola sem falla á jaðra jökulsins.

Glacial erosion

Erotion, caused by the glacier that rips off and grinds the bedrock underneath it and moves the minerals forward. Glacial erosion is also the rock crumbs that fall on the sides of the ice and are moved forward with the glacier.

Jökulruðningur

Bergmol sem verður til við rof af völdum jökuls. Í jökulruðningum eru venjulega allar kornastærðir jarðvegs, frá leir upp í stóra steina.

Moraine, till, non-stratified drift

Detritus resulting from the erosion caused by the glacier. A moraine is usually composite of different sizes of granular soil, from clay up to large stones.

Jökulurð

Setlag eða haugur úr jökulruðningi sem skriðjökull hefur skilið eftir eða ýtt upp.

Moraine

Sediments or mound of glacier moraine which a outlet glacier have pushed up or left behind.