English

Forestry, Land Reclamation and Wetland Restoration

Increased land use and deforestation restrict the natural uptake of CO2 through photosynthesis. Restoring damaged land or growing trees results in increased sequestering of carbon dioxide and is a powerful way for both individuals and corporations to counteract the increase of greenhouse gases in the atmosphere. Wetland restoration is also a powerful countermeasure in decreasing greenhouse gas emissions. As bogs are drained, oxygen is absorbed in the soil and plant remnants begin to decompose. This process releases gases into the atmosphere. Approximately 4,200 km2 of Icelandic wetlands have been drained, partly or fully, through some 34.000 km of draining trenches. Most of this land is in little direct use. Estimates indicate that over 70% of all CO2 emissions in Iceland stem from drained wetlands.

Restauring wetlands where landuse is minimal is a fast way to reduce total greenhouse gas emissions in Iceland. Greenhouse gas emissions research needs to be explored in different kinds of wetlands to determine with certainty how much total emissions can be reduced by efforts to restore them. One effect needs to be noted, that undisturbed wetlands release methane, which is a stronger greenhouse gas than carbon dioxide, but this effect is considered negligible relative to the yield.

Íslenska

Skógrækt, landgræðsla og endurheimt votlendis

Eyðing skóga og annars náttúrlegs gróðurs vegna umsvifa mannsins hamlar náttúrulegri upptöku koltvísýrings sem verður til við ljóstillífun plantna. Aukin skógrækt er því gott dæmi um kolefnisbindandi mótvægisaðgerð sem leiðir til aukinnar upptöku koltvísýrings í jarðvegi. Binding gróðurhúsalofttegunda með skógrækt er möguleg leið fyrir bæði einstaklinga og fyrirtæki til að leggja sitt af mörkum til að vinna gegn aukningu slíkra lofttegunda í andrúmsloftinu. Svipuðum árangri má ná með annarri landgræðslu, þ.e. að græða upp illa farið land með friðun, áburðargjöf o.fl. Endurheimt votlendis eða lokun skurða er önnur mótvægisaðgerð til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Við framræsingu lands nær súrefni niður í jarðveginn og rotnun plöntuleifa hefst. Við það losna gróðurhúsalofttegundir út í andrúmsloftið. Um 4.200 km2 votlendis hafa verið ræstir fram hér á landi með um 34.000 km af skurðum. Af því landi sem ræst hefur verið fram er stór hluti í lítilli beinni notkun. Áætlað er að framræst votlendi losi yfir 70% alls koltvísýrings á Íslandi.

Að endurheimta mýrarnar þar sem ekki er þörf á ræktarlandi er því afar fljótvirk leið til að draga hratt úr heildarlosun landsins. Efla þarf rannsóknir á losun gróðurhúsalofttegunda í mismunandi votlendi til að unnt sé að ákvarða með vissu hve mikið má draga úr heildarlosun með átaki í endurheimt þess. Hafa ber í huga að óraskað votlendi losar metan, sem er öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur, en þessi áhrif eru þó talin hverfandi miðað við ágóðann.