Markmið með starfi NORA (Norræna Atlantssamstarfsins) er að styrkja samstarf á Norður-Atlantshafssvæðinu. Ein leið að því markmiði er að veita verkefnastyrki tvisvar á ári til samstarfsverkefna á milli Íslands og a.m.k. eins annars NORA-lands, þ.e. Grænlands, Færeyja og/eða strandhéraða Noregs. Nú er komið að fyrri úthlutun ársins 2022.

Í ár skulu umsóknir taka mið af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og þeirri stefnu Norrænu ráðherranefndarinnar að fyrir 2030 skulu Norðurlönd vera samstæðustu, grænustu og samfélagslega sjálfbærustu lönd heims.  Nánari upplýsingar um stefnu NORA 2021-2024 má sjá á heimsíðunni, www.nora.fo

Umsóknarfrestur er til og með mánudeginum 7. mars 2022.

Hámarksstyrkur er 500.000 dkr. á ári og lengst er unnt að veita styrki til 3ja ára. Umsækjandi og samstarfsaðilar þurfa að leggja fram að lágmarki helming í heildarfjármögnun verkefnisins. Umsóknir skulu fela í sér samstarf á milli a.m.k. tveggja NORA-landa. Í umsóknunum skal taka mið af samstarfsáætlun NORA 2021-2024, auk ofangreindra atriða.

Þau svið sem helst eru styrkt að þessu sinni eru eftirfarandi:

Við mat umsókna eru eftirfarandi þættir sérstaklega til skoðunar:

Umsóknir verða að uppfylla eftirfarandi kröfur:

Ef umsóknin uppfyllir ekki þessi skilyrð verður henni vísað frá.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu NORA, www.nora.fo

Rafrænt umsóknarform hefur nú verið opnað gegnum heimasíðu NORA, sjá:

https://umsokn.com/dk/app/nora

Tengiliður NORA á Íslandi: Sigríður K. Þorgrímsdóttir, sigga@byggdastofnun.is

Á heimasíðu NORA má finna nánari leiðbeiningar um útfyllingu umsóknar undir flipanum „PROJEKTSTØTTE“.