Verkefni styrtk af

[siteorigin_widget class=”SiteOrigin_Widget_Image_Widget”][/siteorigin_widget]

Í September 2018 hóf Nýheimar þekkingarsetur þáttöku í alþjóðlegu verkefni  sem er styrkt af Erasmus+ og ber nafnið SUSTAIN IT – Sjálfbærni í ferðaþjónustu – nýsköpun í þjálfun starfsfólks en verkefninu er stýrt af Þekkingarneti Þingeyinga. Aðrir samstarfsaðilar verkefnisins eru frá Ítalíu, Grikklandi, Belgíu, Írlandi og Spáni en verkefnið er til tveggja ára.

Markmið SUSTAIN IT er að auka samkeppnishæfni fyrirtækja í ferðaþjónustu sem vinna í anda sjálfbærar þróunar með því að þróa nýja, hagnýta og framkvæmanlega starfsmenntun fyrir stjórnendur í ferðaþjónustu. SUSTAIN IT starfsmenntunin mun annars vegar vera hefðbundin kennsla og hinsvegar fræðsla sem er aðgengileg á vefsíðunni.

Skoða vefsíðu

[siteorigin_widget class=”SiteOrigin_Widget_Image_Widget”][/siteorigin_widget]

KNOW HUBs – Þekkingarsetur, uppbyggjandi afl í dreifðum byggðum er samstarfsverkefni milli Nýheima þekkingarseturs og stofnana víða í Evrópu. Svíar fara með verkefnastjórn en aðrir samstarfsaðilar að verkefninu eru frá Rúmeníu, Spáni, Írlandi, Danmörku og Grikklandi.

KNOW HUBs verkefnið miðar að því að brúa bilið milli þekkingar og hæfni, ásamt því að svara kröfum samfélagsins og einstaklinga um stuðning og ráðgjöf. Er ætlunin að skapa aðstæður þar sem ólíkir hópar geta komið saman og lært hver af öðrum og orðið þannig virkari einstaklingar í samfélaginu sem þau búa í.

Skoða vefsíðu