Nýheimar þekkingarsetur er þáttakandi verkefninu SUSTAIN IT- Sjálfbærni í ferðaþjónustu – nýsköpun í þjálfun starfsfólks. 29. Maí síðastliðin komu samstarfsaðilar verkefnisins saman í annað skipti, í Pescara- Ítalíu. Komnir voru saman 8 þáttökuaðilar frá 6 evrópulöndum, Belgíu, Kýpur, Ítalíu, Íslandi, Írlandi og Spáni.

Verkefnið er fjármagnað af Erasmus+, samstarfsáætlun Evrópusambandsins og er samstarfsverkefni á sviði starfsmenntunar, KA2.

Markmið verkefnisins er að styrkja starfsfólk og fagfólk í sjálfbærri ferðaþjónustu í Evrópu og jafnframt að hlúa að vexti og samkeppnishæfni greinarinnar.

Í SUSTAIN IT er markmiðið að þróa hagnýtt og markvisst fræðsluefni sem verður bæði nýtt á hefðbundinn hátt í kennslu og sem verður einnig aðgengilegt sem stafrænt náms- og kennsluefni á vefsíðu verkefnisins.

Á fundinum var farið yfir þá kortlagningu sem unnin hefur verið í vetur á fræðslu og sjálfbærni í ferðaþjónustu, í þeim löndum sem taka þátt í verkefninu. Farið var yfir stjórnunar og kynningarmál innan verkefnisins ásamt því að innihald og uppbygging fræðsluefnisins sem mótað verður í verkefninu var rætt og áframhaldandi vinna skipulögð

Fyrir frekari upplýsingar um SUSTAIN IT verkefnið má sjá vefsíðu: www.sustainit.eu

\"\"

\"\"

\"\"