Nýsköpunarmiðstöð Íslands hvetur til nýsköpunar og eflir framgang nýrra hugmynda í íslensku atvinnulífi með virkri þátttöku í rannsóknarverkefnum og stuðningi við frumkvöðla og fyrirtæki. Við lítum á nýsköpun sem forsendu fyrir fjölbreytni í íslensku atvinnulífi og undirstöðu sterkrar samkeppnisstöðu þess. Nýsköpunarmiðstöð Íslands heyrir undir atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og starfar eftir lögum um opinberan stuðning við tæknirannsóknir, nýsköpun og atvinnuþróun (nr. 75/2007). Forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar er prófessor Þorsteinn Ingi Sigfússon. Stöðugildi við stofnunina eru níutíu.

Fjölbreytt starfsemi í þágu atvinnulífsins

Kjarnastarfsemi Nýsköpunarmiðstöðvar skiptist í tvö svið:

  • Tæknirannsóknir og ráðgjöf: Hagnýtar rannsóknir og tækniráðgjöf á sviði bygginga og mannvirkja, framleiðslu, líf- og efnistækni, efnagreininga og orku.
  • Stuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki: Öflug stuðningsþjónusta og þekkingarmiðlun fyrir frumkvöðla og sprotafyrirtæki.

Um stuðning við frumkvöðla og fyrirtæki

Nýsköpunarmiðstöð Íslands veitir upplýsingar og leiðsagnar fyrir frumkvöðla og fyrirtæki. Á einum stað hægt að leita aðstoðar um allt sem við kemur viðskiptahugmyndum og almennum rekstri fyrirtækja. Hægt er að leita til sérfræðinga á ýmsum sviðum um leiðsögn og upplýsingar varðandi mismunandi þætti hugmynda, reksturs og samstarf erlendis.

Frá hugmynd að veruleika

Ef þú ert með viðskiptahugmynd, hvort sem hún er utan um einstaklingsrekstur eða í starfandi fyrirtæki, hefurðu samband við Hildi Sif Arnardóttur í síma 522 – 9267. Verkefnastjóri sest yfir hugmyndina með þér og veitir þér viðeigandi ráðgjöf um næstu skref.

522-9451

nmi@nmi.is

Árleynir 2-8

112 Reykjavík