Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurlands, um er að ræða fyrri úthlutun 2022. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar, og menningar á Suðurlandi. Umsækjendum er bent á að kynna sér vel úthlutunarreglur sjóðsins, áherslur, markmið og mat á umsóknum sem má finna hér.
Við bendum einnig á ráðgjafasíðu SASS, þar sem er að finna leiðbeiningar um umsóknarskrif en umsækjendur eru einnig hvattir til að hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS og fá aðstoð við gerð umsókna þeim að kostnaðarlausu. Hægt er að fá upplýsingar um ráðgjöfina á vefsíðu SASS, eða bóka tíma í ráðgjöf.
Guðný Gígja sér um ráðgjafaþjónustu SASS á Höfn og er staðsett í Nýheimum en einnig gefst fólki færi á að leita til annarra ráðgjafa SASS vilji þeir það frekar.
Sjóðurinn er samkeppnissjóður sem þýðir að vel mótuð verkefni, skýrar og góðar umsóknir, eru líklegri til að hljóta styrki.