SASS eru landshlutasamtök sveitarfélaga á Suðurlandi. Megin starfsemin felst í hagsmunagæslu fyrir íbúa og sveitarfélögin 15 sem eru aðilar að samtökunum. SASS veitir ýmsa aðra þjónustu sem tengist flest samningum og framlögum frá hinu opinbera og sveitarfélögunum á Suðurlandi.

Ráðgjöf SASS hefur gert samstarfssamning við stofnanir vítt og breitt um Suðurland og samanstendur ráðgjafateymi SASS af fjölbreyttri þekkingu. Íbúum á Suðurlandi, fyrirtækjum og stofnunum býðst ráðgjöfin gjaldfrjáls upp að ákveðnu marki. Áhugasömum er bent á að hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS í Nýheimum sem getur bæði veitt ráðgjöf og/eða tengt viðkomandi við aðra ráðgjafa úr ráðgjafahópnum.

Styrkir Uppbyggingarsjóður Suðurlands er samkeppnissjóður sem rekinn er af SASS. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja menningar- og nýsköpunarverkefni. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári. Þeir sem vilja sækja um styrk í sjóðinn er bent á að hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS í Nýheimum eða beint í gegnum heimasíðu SASS. Ráðgjafar á vegum SASS geta einnig veitt aðstoð við gerð umsókna í aðra sjóði.

Sóknaráætlun Suðurlands Sóknaráætlun Suðurlands er svæðabundin byggðaáætlun fyrir Suðurland. Verkefnið snýr að greiningum, stefnumörkun og áætlanagerð á þeim málefnasviðum sem áætlunin nær til. Unnið er að ýmsum verkefnum á vegum sóknaráætlunar sem ætlað er að uppfylla stefnumörkun landshlutans. Allir geta kynnt sér stefnumörkun sóknaráætlunar og sent inn tillögur að áhersluverkefnum.

480 8200

Austurvegi 56

800 Selfossi