Skólaskrifstofa Hornafjarðar heyrir undir fræðslu- og tómstundanefnd og hefur í umboði hennar yfirumsjón með málefnum leik- grunn og tónskóla ásamt íþrótta- og tómstundamálum. Öflugt starf er rekið í leik- og grunnskólum sveitarfélagsins ásamt tónskóla og í Vöruhúsi; miðju skapandi greina. Félagsmiðstöðin Þrykkjan, starfsemi íþróttamannvirkja og starfsemi Ungmennaráðs heyra einnig undir skólaskrifstofu.
Hlutverk skólaskrifstofu er að þjónusta og styðja við skólastarf og starf þeirra stofnana sem heyra undir hana ásamt því að veita faglega og rekstrarlega ráðgjöf. Skrifstofunni ber einnig að hafa eftirlit með því að ákvæði laga og reglna viðkomandi málaflokka séu uppfyllt og fylgja eftir stefnum sveitarfélagsins í viðkomandi málaflokkum.
Skólaskrifstofa Hornafjarðar
Ragnhildur Jónsdóttir
Fræðslustjóri
Símanúmer: 470 – 8000/ 470 – 8002
Netfang: ragnhildur@hornafjordur.is