Framhaldsnám í skólanum tengist list- og verkgreinum jafnhliða bóklegu námi til stúdentsprófs. Skólastarfið tekur mið af umhverfi sínu og atvinnuháttum byggðarlagsins. Nemendur fá tækifæri til að vinna að náttúrufarsrannsóknum og einnig er fjallamennsknám í boði þar sem útivist og ferðaþjónusta eru fléttuð saman við mannlíf og náttúru í Vatnajökulsþjóðgarði.

Skólinn sinnir samvinnu við stofnanir, skóla og atvinnulíf um starfstengt nám, s.s. á sviði heilbrigðisþjónustu, sjómennsku og ferðamála. Einnig starfrækslu Vöruhússins í samvinnu við Grunnskóla Hornafjarðar og Sveitarfélagið Hornafjörð þar sem fram fer list- og verkgreinakennsla og kennsla nýsköpunargreina og frumkvöðlastarfsemi. Þá tekur skólinn þátt í samstarfsverkefnum við erlenda skóla og nemendahópa um fjölbreytt verkefni, s.s. umhverfi, náttúru, samskipti, menningu og fleira.

Heimasíða
Símanúmer
Netfang
www.fas.is
470 8070
fas@fas.is

Fræðslunetið-símenntun á Suðurlandi er fræðslumiðstöð fyrir Suðurland. Það annast og skipuleggur margs konar fræðslu; vottaðar námsleiðir og námskeið fyrir fullorðið fólk. Einnig kemur Fræðslunetið starfsþróun og endurmenntun í farveg fyrir fyrirtæki, ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög á Suðurlandi.

Vottaðar námsbrautir: Námsbrautirnar eru ýmist almennt bóklegt nám eða starfstengdar námsbrautir sem snerta mörg svið atvinnulífsins. Nám hjá Fræðslunetinu ef oft fyrsta skrefið í átt að frekara námi eða fagréttindum. Fræðslunetið annast einnig símenntun fyrir fatlað fólk, bæði námskeið og lengra nám.

Náms- og starfsráðgjöf: Hjá Fræðslunetinu starfa tveir námsráðgjafar sem veita ráðgjöf fyrir fullorðið fólk, þeim að kostnaðarlausu.

Raunfærnimat: Boðið er upp á raunfærnimat í ýmsum starfsgreinum. Margir búa yfir mikilli þekkingu og færni á sínu sviði þó löng skólaganga sé ekki að baki. Með raunfærnimati fá einstaklingar færni sína og þekkingu metna til skólaeininga og geta með því stytt leiðina að fagréttindum. Á hverju ári er boðið uppá raunfærnimat fyrir mismunandi starfsgreinar.

Íslenska fyrir útlendinga: Að lokum má nefna að Fræðslunetið hefur einnig skipulagt og haldið utan um Íslenskunámskeið fyrir útlendinga.

Í dag starfa 11 manns hjá Fræðsluneti Suðurlands á 4 starfsstöðvum; Selfossi, Hvolvelli, Vík og Höfn.

Heimasíða
Símanúmer
Netfang
fraedslunet.is
842 4655
saedis@fraedslunet.is

Háskólafélag Suðurlands er félag í eigu sveitarfélaganna á Suðurlandi. Markmið félagsins er að auka búsetugæði í héraðinu með uppbyggingu þekkingarsamfélags. Leitast er við að vinna að þessum markmiðum með þrennum hætti

  • Bætt aðgengi að menntun, einkum á háskólastigi og í samvinnu við atvinnulífið
  • Efling rannsókna- og vísindastarfs í héraðinu
  • Einstök átaksverkefni byggð á styrkleikum svæða

Þá má nefna að síðan í mars 2016 sinnir Háskólafélagið ráðgjafarþjónustu fyrir Samtök sunnlenskra sveitarfélaga varðandi atvinnuþróun, nýsköpun og mennta- og menningarmál.

Háskólafélagið var stofnað í desember 2007 en í byrjun árs 2014 gerðist Sveitarfélagið Hornafjörður aðili að félaginu og hefur félagið síðan sinnt prófaþjónustu og boðið upp á námsaðstöðu í Nýheimum en áður hafði félagið tekið þátt í samstarfsverkefnum á svæðinu, m.a. um fræðandi ferðaþjónustu í samvinnu við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Höfn.

Á síðustu árum hefur aukin áhersla verið lögð á þróun nýs námsframboðs í samvinnu við atvinnulífið á Suðurlandi. Fyrst var þar um að ræða nám varðandi nýsköpun og stjórnun í matvælafyrirtækjum (Matvælabrúin) en síðan tók við sambærilegt nám fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu (Ferðamálabrúin). Í báðum þessum tilvikum hafa nemendur í Sveitarfélaginu Hornfirði tekið þátt í þessu nýbreytnistarfi.

Undanfarin misseri hefur Eyrún Unnur Guðmundsdóttir starfsmaður Fræðslunetsins jafnframt verið starfsmaður Háskólafélagsins í Nýheimum.

Heimasíða
Símanúmer
Netfang
www.hfsu.is
560 2040
sigurdur@hfsu.is

Innan Menningarmiðstöðvarinnar eru sex safneiningar, byggða-, sjóminja-, náttúrugripa-, lista-, bóka og héraðsskjalasafn ásamt rannsóknarsviði sem starfar þvert á einingarnar.
Byggða, og náttúrugripasafn. Safninu er ætlað að safna minjum sem lýsa mannlífi héraðsins, það er heimilishaldi, félagslífi, samgöngum og atvinnuháttum, jafnt til sjávar og sveita með áheyrslu á skaftfellskt efni sem einkennt hafa þetta byggðarlag eða gert aðstæður þess frábrugðnar aðstæðum annarra byggðarlaga.
Listasafn Svavars Guðnasonar safna listaverkum með sérstakri áherslu á austur-skaftfellska list Kjarni safneignar Listasafnsins samanstendur af verkum Svavars Guðnasonar og fleiri hornfirskra málara og á safnið nú yfir 500 verk, sem bæði eru sýnd í sal listasafnsins auk þess sem verk hafa verið lánuð til annarra stofnanna sveitarfélagsins.
Bókasafn Bókasafnið hefur það hlutverk að veita upplýsingar, auka þekkingu og vera til afþreyingar fyrir alla íbúa héraðsins. Það er einnig skólabókasafn Framhaldskólans í Austur-Skaftafellssýslu og er í samvinnu við Grunnskóla Hornafjarðar. Á Bókasafninu er hægt að lesa dagblöðin og ýmiskonar tímarit. Barnadeild safnsins er notaleg og vinsæl af yngri kynslóðinni, þar er m.a. hægt að breyta sér í prinsessur, bófa og jafnvel jólasveina. Bókakostur safnsins er mjög fjölbreyttur og telur um 34þús bindi.
Héraðsskjalasafn Austur Skaftafellssýrslu Þjónusta við almenning felst m.a. í því að svara fyrirspurnum úr skjölum og aðstoða gesti safnsins. Ennfremur tekur safnið á móti einkaskjalasöfnum frá einstaklingum, félögum og fyrirtækjum í héraðinu. Gestir og gangandi geta komið við á Héraðsskjalasafninu, fengið aðstoð hjá héraðsskjalaverði, við að finna skjöl og þau má ljósrita fyrir frekari rannsóknir, en skjöl eru ekki til útláns.
Menningarmiðstöðin leggur áherslu á miðlun skráningu og fræðslu menningararfs Hornafjarðar.Hlutverk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar er að halda uppi öflugu menningarlífi í sveitarfélaginu. Styðja við frjáls félagasamtök sem vinna að menningarmálum og hlúa að öflugu og fjölbreytta menningarstarfi sem til staðar er í sveitarfélaginu. Önnur meginmarkmið Menningarmiðstöðvar Hornafjarðarsafna er að hlúa að því öfluga og fjölbreytta menningarstarfi sem til staðar er í sveitarfélaginu og viðurkenna menningarmál sem eitt af meginverkefnum sveitarfélagsins. Efla vitund fólks um sérkenni og menningararf héraðsins og halda þeim sérkennum við með fræðslu, kynningu og beinum aðgerðum.

Heimasíða
Símanúmer
Netfang
www.hornafjardarsofn.is
4708050
hornafjardarsofn@hornafjordur.is

Náttúrustofa Suðausturlands er rannsóknastofnun á sviði náttúrufræða og starfar samkvæmt lögum nr. 60/1992. Hún er ein af átta náttúrustofum sem starfræktar eru á Íslandi og var sett á laggirnar árið 2013. Stofan er rekin af Sveitarfélaginu Hornafirði og Skaftárhreppi með stuðningi ríkisins, en einnig afla starfsmenn ýmissa stykja fyrir starf sitt.
Á Náttúrustofunni er unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði rannsókna, ráðgjafar og fræðslu. Sem dæmi má nefna tengjast verkefni síðustu ára jöklum, jarðfræði, jökulvötunum, loftslagsbreytingum, kortagerð, fiðrildum, beitarlandi, gæsum og stjörnum, eða verkefnum sem tengjast þekkingu og færni starfsmanna stofunnar. Auk þessa hafa starfsmenn stofunnar séð um kynningar á verkefnum sínum, m.a. fyrir nefndir sveitarfélagsins, skólahópa, á ársfundum og ráðstefnum.
Hugmyndin að baki stofnun náttúrustofa í hverjum landshluta var að grunni til byggðatengd. Með tilkomu þeirra átti að skapa tækifæri fyrir háskólamenntaða náttúrufræðinga til að starfa nærri viðfangsefnum sínum og styrkja um leið byggð og fjölbreytileika mannlífs. Náttúrustofa Suðausturlands er gott dæmi um vel heppnaða byggðaaðgerð.

Heimasíða
Símanúmer
Netfang
www.nattsa.is
470 8060
info@nattsa.is

Ríki Vatnajökuls ehf. er ferðaþjónustu-, matvæla- og menningarklasi Suðausturlands. Meginhlutverk er að vinna að markaðssetningu svæðisins með áherslu á vetrartímann. Svæðið nær frá Lómagnúp í vestri að Hvalnesi í austri og heyrir undir Sveitafélagið Hornafjörð. Unnið er að framgangi verkefna sem stuðla að bættri grunngerð og betri gæðum svæðisins. Ríki Vatnajökuls sér einnig um gerð kynningarefnis fyrir svæðið í heild sinni og dreifingu þess. Að félaginu standa um 80 fyrirtæki sem flest tengjast ferðaþjónustu með beinum eða óbeinum hætti.
Nú hefur Ríki Vatnajökuls starfað í áratug. Á þeim tíma hefur ferðaþjónusta aukist mjög mikið og orðið ríkari þáttur í atvinnulífi svæðisins. Ýmsar breytingar eru nú fram undan hjá félaginu. Starfsmenn eru orðnir tveir og í haust er fyrirhugað að opna bókunarþjónustu ásamt nýrri heimasíðu til að þjónusta betur og koma ferðaþjónustuaðilum í ríki Vatnajökuls enn frekar á framfæri.

Heimasíða
Símanúmer
Netfang
www.visitvatnajokull.is
470 8080
info@visitvatnajokull.is

SASS eru landshlutasamtök sveitarfélaga á Suðurlandi. Megin starfsemin felst í hagsmunagæslu fyrir íbúa og sveitarfélögin 15 sem eru aðilar að samtökunum. SASS veitir ýmsa aðra þjónustu sem tengist flest samningum og framlögum frá hinu opinbera og sveitarfélögunum á Suðurlandi.
Ráðgjöf SASS hefur gert samstarfssamning við stofnanir vítt og breitt um Suðurland og samanstendur ráðgjafateymi SASS af fjölbreyttri þekkingu. Íbúum á Suðurlandi, fyrirtækjum og stofnunum býðst ráðgjöfin gjaldfrjáls upp að ákveðnu marki. Áhugasömum er bent á að hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS í Nýheimum sem getur bæði veitt ráðgjöf og/eða tengt viðkomandi við aðra ráðgjafa úr ráðgjafahópnum.
Styrkir Uppbyggingarsjóður Suðurlands er samkeppnissjóður sem rekinn er af SASS. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja menningar- og nýsköpunarverkefni. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári. Þeir sem vilja sækja um styrk í sjóðinn er bent á að hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS í Nýheimum eða beint í gegnum heimasíðu SASS. Ráðgjafar á vegum SASS geta einnig veitt aðstoð við gerð umsókna í aðra sjóði.
Sóknaráætlun Suðurlands Sóknaráætlun Suðurlands er svæðabundin byggðaáætlun fyrir Suðurland. Verkefnið snýr að greiningum, stefnumörkun og áætlanagerð á þeim málefnasviðum sem áætlunin nær til. Unnið er að ýmsum verkefnum á vegum sóknaráætlunar sem ætlað er að uppfylla stefnumörkun landshlutans. Allir geta kynnt sér stefnumörkun sóknaráætlunar og sent inn tillögur að áhersluverkefnum.

Heimasíða
Símanúmer
Netfang
www.sass.is
480 8200
sass@sudurland.is

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands er rannsóknastofnun sem heyrir undir háskólaráð. Rannsóknir eru meginverkefni stofnunarinnar og rannsóknasetra háskólans víðs vegar um landið. Viðfangsefnin eru fjölbreytt en á meðal þeirra eru náttúruvísindi, lífríki hafsins, umhverfi og landnýting, hvalir, fiskar og fuglar, ferðamál, bókmenntir, sagnfræði, þjóðfræði og fornleifafræði. Stofnunin er vettvangur samstarfsverkefna Háskólans við sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga á landsbyggðinni. Stofnunin byggist á rannsóknasetrum Háskóla Íslands á landsbyggðinni sem eru faglega sjálfstæðar einingar. Markmið stofnunarinnar er ennfremur að skapa aðstöðu til rannsókna á landsbyggðinni, auka möguleika almennings til menntunar og styrkja tengsl Háskóla Íslands við atvinnu- og þjóðlíf.

Háskólasetrið á Höfn er eitt af 8 rannsóknarsetrum Háskóla Íslands á landsbyggðinni. Starfsemin er fjölbreytt og felst hvort tveggja í rannsóknum og skrifum fræðigreina, sem og fjölbreyttum samstarfsverkefnum á sviði náttúru- og umhverfisfræða, ferða- og menntamála og bókmennta. Samstarfsaðilar eru erlendir vísinda- og fræðimenn, sem og íslenskir. Á hverju ári tekur rannsóknarsetrið á móti nemendum og fræði- og vísindamönnum, innlendum sem erlendum, og heldur námskeið og vettvangsferðir fyrir þá. Þá stendur háskólasetrið fyrir ráðstefnuhaldi og málþingum.

Heimasíða
Símanúmer
Netfang
Rannsóknasetur.hi.is
470 8040
thorvarn@hi.is
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS)

Framhaldsnám í skólanum tengist list- og verkgreinum jafnhliða bóklegu námi til stúdentsprófs. Skólastarfið tekur mið af umhverfi sínu og atvinnuháttum byggðarlagsins. Nemendur fá tækifæri til að vinna að náttúrufarsrannsóknum og einnig er fjallamennsknám í boði þar sem útivist og ferðaþjónusta eru fléttuð saman við mannlíf og náttúru í Vatnajökulsþjóðgarði.

Skólinn sinnir samvinnu við stofnanir, skóla og atvinnulíf um starfstengt nám, s.s. á sviði heilbrigðisþjónustu, sjómennsku og ferðamála. Einnig starfrækslu Vöruhússins í samvinnu við Grunnskóla Hornafjarðar og Sveitarfélagið Hornafjörð þar sem fram fer list- og verkgreinakennsla og kennsla nýsköpunargreina og frumkvöðlastarfsemi. Þá tekur skólinn þátt í samstarfsverkefnum við erlenda skóla og nemendahópa um fjölbreytt verkefni, s.s. umhverfi, náttúru, samskipti, menningu og fleira.

Heimasíða
Símanúmer
Netfang
www.fas.is
470 8070
fas@fas.is
Fræðslunetið

Fræðslunetið-símenntun á Suðurlandi er fræðslumiðstöð fyrir Suðurland. Það annast og skipuleggur margs konar fræðslu; vottaðar námsleiðir og námskeið fyrir fullorðið fólk. Einnig kemur Fræðslunetið starfsþróun og endurmenntun í farveg fyrir fyrirtæki, ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög á Suðurlandi.

Vottaðar námsbrautir: Námsbrautirnar eru ýmist almennt bóklegt nám eða starfstengdar námsbrautir sem snerta mörg svið atvinnulífsins. Nám hjá Fræðslunetinu ef oft fyrsta skrefið í átt að frekara námi eða fagréttindum. Fræðslunetið annast einnig símenntun fyrir fatlað fólk, bæði námskeið og lengra nám.

Náms- og starfsráðgjöf: Hjá Fræðslunetinu starfa tveir námsráðgjafar sem veita ráðgjöf fyrir fullorðið fólk, þeim að kostnaðarlausu.

Raunfærnimat: Boðið er upp á raunfærnimat í ýmsum starfsgreinum. Margir búa yfir mikilli þekkingu og færni á sínu sviði þó löng skólaganga sé ekki að baki. Með raunfærnimati fá einstaklingar færni sína og þekkingu metna til skólaeininga og geta með því stytt leiðina að fagréttindum. Á hverju ári er boðið uppá raunfærnimat fyrir mismunandi starfsgreinar.

Íslenska fyrir útlendinga: Að lokum má nefna að Fræðslunetið hefur einnig skipulagt og haldið utan um Íslenskunámskeið fyrir útlendinga.

Í dag starfa 11 manns hjá Fræðsluneti Suðurlands á 4 starfsstöðvum; Selfossi, Hvolvelli, Vík og Höfn.

Heimasíða
Símanúmer
Netfang
fraedslunet.is
842 4655
saedis@fraedslunet.is
Háskólafélag Suðurlands

Háskólafélag Suðurlands er félag í eigu sveitarfélaganna á Suðurlandi. Markmið félagsins er að auka búsetugæði í héraðinu með uppbyggingu þekkingarsamfélags. Leitast er við að vinna að þessum markmiðum með þrennum hætti

  • Bætt aðgengi að menntun, einkum á háskólastigi og í samvinnu við atvinnulífið
  • Efling rannsókna- og vísindastarfs í héraðinu
  • Einstök átaksverkefni byggð á styrkleikum svæða

Þá má nefna að síðan í mars 2016 sinnir Háskólafélagið ráðgjafarþjónustu fyrir Samtök sunnlenskra sveitarfélaga varðandi atvinnuþróun, nýsköpun og mennta- og menningarmál.

Háskólafélagið var stofnað í desember 2007 en í byrjun árs 2014 gerðist Sveitarfélagið Hornafjörður aðili að félaginu og hefur félagið síðan sinnt prófaþjónustu og boðið upp á námsaðstöðu í Nýheimum en áður hafði félagið tekið þátt í samstarfsverkefnum á svæðinu, m.a. um fræðandi ferðaþjónustu í samvinnu við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Höfn.

Á síðustu árum hefur aukin áhersla verið lögð á þróun nýs námsframboðs í samvinnu við atvinnulífið á Suðurlandi. Fyrst var þar um að ræða nám varðandi nýsköpun og stjórnun í matvælafyrirtækjum (Matvælabrúin) en síðan tók við sambærilegt nám fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu (Ferðamálabrúin). Í báðum þessum tilvikum hafa nemendur í Sveitarfélaginu Hornfirði tekið þátt í þessu nýbreytnistarfi.

Undanfarin misseri hefur Eyrún Unnur Guðmundsdóttir starfsmaður Fræðslunetsins jafnframt verið starfsmaður Háskólafélagsins í Nýheimum.

Heimasíða
Símanúmer
Netfang
www.hfsu.is
560 2040
sigurdur@hfsu.is
Menningarmiðstöðin

Innan Menningarmiðstöðvarinnar eru sex safneiningar, byggða-, sjóminja-, náttúrugripa-, lista-, bóka og héraðsskjalasafn ásamt rannsóknarsviði sem starfar þvert á einingarnar.
Byggða, og náttúrugripasafn. Safninu er ætlað að safna minjum sem lýsa mannlífi héraðsins, það er heimilishaldi, félagslífi, samgöngum og atvinnuháttum, jafnt til sjávar og sveita með áheyrslu á skaftfellskt efni sem einkennt hafa þetta byggðarlag eða gert aðstæður þess frábrugðnar aðstæðum annarra byggðarlaga.
Listasafn Svavars Guðnasonar safna listaverkum með sérstakri áherslu á austur-skaftfellska list Kjarni safneignar Listasafnsins samanstendur af verkum Svavars Guðnasonar og fleiri hornfirskra málara og á safnið nú yfir 500 verk, sem bæði eru sýnd í sal listasafnsins auk þess sem verk hafa verið lánuð til annarra stofnanna sveitarfélagsins.
Bókasafn Bókasafnið hefur það hlutverk að veita upplýsingar, auka þekkingu og vera til afþreyingar fyrir alla íbúa héraðsins. Það er einnig skólabókasafn Framhaldskólans í Austur-Skaftafellssýslu og er í samvinnu við Grunnskóla Hornafjarðar. Á Bókasafninu er hægt að lesa dagblöðin og ýmiskonar tímarit. Barnadeild safnsins er notaleg og vinsæl af yngri kynslóðinni, þar er m.a. hægt að breyta sér í prinsessur, bófa og jafnvel jólasveina. Bókakostur safnsins er mjög fjölbreyttur og telur um 34þús bindi.
Héraðsskjalasafn Austur Skaftafellssýrslu Þjónusta við almenning felst m.a. í því að svara fyrirspurnum úr skjölum og aðstoða gesti safnsins. Ennfremur tekur safnið á móti einkaskjalasöfnum frá einstaklingum, félögum og fyrirtækjum í héraðinu. Gestir og gangandi geta komið við á Héraðsskjalasafninu, fengið aðstoð hjá héraðsskjalaverði, við að finna skjöl og þau má ljósrita fyrir frekari rannsóknir, en skjöl eru ekki til útláns.
Menningarmiðstöðin leggur áherslu á miðlun skráningu og fræðslu menningararfs Hornafjarðar.Hlutverk Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar er að halda uppi öflugu menningarlífi í sveitarfélaginu. Styðja við frjáls félagasamtök sem vinna að menningarmálum og hlúa að öflugu og fjölbreytta menningarstarfi sem til staðar er í sveitarfélaginu. Önnur meginmarkmið Menningarmiðstöðvar Hornafjarðarsafna er að hlúa að því öfluga og fjölbreytta menningarstarfi sem til staðar er í sveitarfélaginu og viðurkenna menningarmál sem eitt af meginverkefnum sveitarfélagsins. Efla vitund fólks um sérkenni og menningararf héraðsins og halda þeim sérkennum við með fræðslu, kynningu og beinum aðgerðum.

Heimasíða
Símanúmer
Netfang
www.hornafjardarsofn.is
4708050
hornafjardarsofn@hornafjordur.is
Náttúrustofa Suðausturlands

Náttúrustofa Suðausturlands er rannsóknastofnun á sviði náttúrufræða og starfar samkvæmt lögum nr. 60/1992. Hún er ein af átta náttúrustofum sem starfræktar eru á Íslandi og var sett á laggirnar árið 2013. Stofan er rekin af Sveitarfélaginu Hornafirði og Skaftárhreppi með stuðningi ríkisins, en einnig afla starfsmenn ýmissa stykja fyrir starf sitt.
Á Náttúrustofunni er unnið að fjölmörgum verkefnum á sviði rannsókna, ráðgjafar og fræðslu. Sem dæmi má nefna tengjast verkefni síðustu ára jöklum, jarðfræði, jökulvötunum, loftslagsbreytingum, kortagerð, fiðrildum, beitarlandi, gæsum og stjörnum, eða verkefnum sem tengjast þekkingu og færni starfsmanna stofunnar. Auk þessa hafa starfsmenn stofunnar séð um kynningar á verkefnum sínum, m.a. fyrir nefndir sveitarfélagsins, skólahópa, á ársfundum og ráðstefnum.
Hugmyndin að baki stofnun náttúrustofa í hverjum landshluta var að grunni til byggðatengd. Með tilkomu þeirra átti að skapa tækifæri fyrir háskólamenntaða náttúrufræðinga til að starfa nærri viðfangsefnum sínum og styrkja um leið byggð og fjölbreytileika mannlífs. Náttúrustofa Suðausturlands er gott dæmi um vel heppnaða byggðaaðgerð.

Heimasíða
Símanúmer
Netfang
www.nattsa.is
470 8060
info@nattsa.is
Nýheimar þekkingasetur

Nýheimar þekkingarsetur er samstarfshattur ólíkra stofnana sem starfa á sviði menntunar, menningar, nýsköpunar og rannsókna á Suðausturlandi. Aðilar að setrinu eru: Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, Fræðsluskrifstofa Hornafjarðar, Háskólafélag Suðurlands, Matís, Menningarmiðstöð Hornafjarðar, Náttúrustofa Suðausturlands, Nýsköpunarmiðstöð, Ríki Vatnajökuls, Samband sunnlenskra sveitarfélaga, Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands, Vatnajökulsþjóðgarður og Vöruhúsið.
Nýheimar þekkingarsetur sameinar þessar ólíku stofnanir undir einn hatt í þeim tilgangi að efla samvinnu og skapa öflugt þekkingarsamfélag á landsbyggðinni, stuðla að jákvæðri byggðaþróun á suðausturlandi og bæta lífsgæði á svæðinu.
Eitt af megin viðfangsefnum Nýheima þekkingarseturs er að leiða samstarf þessara stofnana og stýra samstarfsverkefnum þeirra. Starfsemi setursins felur einnig í sér mótun og fjármögnun kjarnaverkefna sem unnin eru að frumkvæði og forsjá setursins. Leggur setrið áherslu á að móta kjarnverkefni sem þykja styðja við uppbyggingu samfélagsins og auka möguleika og lífsgæði svæðisins.
Nýheimar þekkingarsetur hefur gert samstarfssamning við SASS um ráðgjöf á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningar. Guðrún Ásdís verkefnastjóri Nýheima hefur frá upphafi veitt ráðgjöf til einstaklinga og fyrirtækja á svæðinu.
Þótt starfsemi Þekkingarsetursins snúi fyrst og fremst að nærsamfélagi þess þá hefur það í auknum mæli leitað eftir samstarfi við hliðstæð þekkingarsamfélög annars staðar á landsbyggðinni og einnig erlendis. Þátttaka í margvíslegum samstarfsverkefnum er því umfangsmikill hluti starfsseminnar.
Frá stofnun hefur starfsemi Nýheima þekkingarseturs vaxið að umfangi og starfsmönnum setursins fjölgað, auk forstöðumanns starfa nú hjá setrinu tveir verkefnastjórar. Tekjur Nýheima samanstanda af opinberu framlagi ríkisins, tekjum af samstarfssamningum og sjálfsaflafé.

Hjá Nýheimum þekkingarsetri starfa Hugrún Harpa Reynisdóttir forstöðumaður Nýheima Þekkingasetur, Guðrún Ásdís Sturlaugsdóttir, verkefnastjóri og Kristín Vala Þrastardóttir, verkefnastjóri

Heimasíða
Símanúmer
Netfang
www.nyheimar.is
470 8088
nyheimar@nyheimar.is
Ríki Vatnajökuls

Ríki Vatnajökuls ehf. er ferðaþjónustu-, matvæla- og menningarklasi Suðausturlands. Meginhlutverk er að vinna að markaðssetningu svæðisins með áherslu á vetrartímann. Svæðið nær frá Lómagnúp í vestri að Hvalnesi í austri og heyrir undir Sveitafélagið Hornafjörð. Unnið er að framgangi verkefna sem stuðla að bættri grunngerð og betri gæðum svæðisins. Ríki Vatnajökuls sér einnig um gerð kynningarefnis fyrir svæðið í heild sinni og dreifingu þess. Að félaginu standa um 80 fyrirtæki sem flest tengjast ferðaþjónustu með beinum eða óbeinum hætti.
Nú hefur Ríki Vatnajökuls starfað í áratug. Á þeim tíma hefur ferðaþjónusta aukist mjög mikið og orðið ríkari þáttur í atvinnulífi svæðisins. Ýmsar breytingar eru nú fram undan hjá félaginu. Starfsmenn eru orðnir tveir og í haust er fyrirhugað að opna bókunarþjónustu ásamt nýrri heimasíðu til að þjónusta betur og koma ferðaþjónustuaðilum í ríki Vatnajökuls enn frekar á framfæri.

<

Heimasíða
Símanúmer
Netfang
www.visitvatnajokull.is
470 8080
info@visitvatnajokull.is
Samband sunnlenskra sveitafélaga (SASS)

SASS eru landshlutasamtök sveitarfélaga á Suðurlandi. Megin starfsemin felst í hagsmunagæslu fyrir íbúa og sveitarfélögin 15 sem eru aðilar að samtökunum. SASS veitir ýmsa aðra þjónustu sem tengist flest samningum og framlögum frá hinu opinbera og sveitarfélögunum á Suðurlandi.
Ráðgjöf SASS hefur gert samstarfssamning við stofnanir vítt og breitt um Suðurland og samanstendur ráðgjafateymi SASS af fjölbreyttri þekkingu. Íbúum á Suðurlandi, fyrirtækjum og stofnunum býðst ráðgjöfin gjaldfrjáls upp að ákveðnu marki. Áhugasömum er bent á að hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS í Nýheimum sem getur bæði veitt ráðgjöf og/eða tengt viðkomandi við aðra ráðgjafa úr ráðgjafahópnum.
Styrkir Uppbyggingarsjóður Suðurlands er samkeppnissjóður sem rekinn er af SASS. Sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja menningar- og nýsköpunarverkefni. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári. Þeir sem vilja sækja um styrk í sjóðinn er bent á að hafa samband við ráðgjafa á vegum SASS í Nýheimum eða beint í gegnum heimasíðu SASS. Ráðgjafar á vegum SASS geta einnig veitt aðstoð við gerð umsókna í aðra sjóði.
Sóknaráætlun Suðurlands Sóknaráætlun Suðurlands er svæðabundin byggðaáætlun fyrir Suðurland. Verkefnið snýr að greiningum, stefnumörkun og áætlanagerð á þeim málefnasviðum sem áætlunin nær til. Unnið er að ýmsum verkefnum á vegum sóknaráætlunar sem ætlað er að uppfylla stefnumörkun landshlutans. Allir geta kynnt sér stefnumörkun sóknaráætlunar og sent inn tillögur að áhersluverkefnum.

Heimasíða
Símanúmer
Netfang
www.sass.is
480 8200
sass@sudurland.is
Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands

Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands er rannsóknastofnun sem heyrir undir háskólaráð. Rannsóknir eru meginverkefni stofnunarinnar og rannsóknasetra háskólans víðs vegar um landið. Viðfangsefnin eru fjölbreytt en á meðal þeirra eru náttúruvísindi, lífríki hafsins, umhverfi og landnýting, hvalir, fiskar og fuglar, ferðamál, bókmenntir, sagnfræði, þjóðfræði og fornleifafræði. Stofnunin er vettvangur samstarfsverkefna Háskólans við sveitarfélög, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga á landsbyggðinni. Stofnunin byggist á rannsóknasetrum Háskóla Íslands á landsbyggðinni sem eru faglega sjálfstæðar einingar. Markmið stofnunarinnar er ennfremur að skapa aðstöðu til rannsókna á landsbyggðinni, auka möguleika almennings til menntunar og styrkja tengsl Háskóla Íslands við atvinnu- og þjóðlíf.

Háskólasetrið á Höfn er eitt af 8 rannsóknarsetrum Háskóla Íslands á landsbyggðinni. Starfsemin er fjölbreytt og felst hvort tveggja í rannsóknum og skrifum fræðigreina, sem og fjölbreyttum samstarfsverkefnum á sviði náttúru- og umhverfisfræða, ferða- og menntamála og bókmennta. Samstarfsaðilar eru erlendir vísinda- og fræðimenn, sem og íslenskir. Á hverju ári tekur rannsóknarsetrið á móti nemendum og fræði- og vísindamönnum, innlendum sem erlendum, og heldur námskeið og vettvangsferðir fyrir þá. Þá stendur háskólasetrið fyrir ráðstefnuhaldi og málþingum.

Heimasíða
Símanúmer
Netfang
Rannsóknasetur.hi.is
470 8040
thorvarn@hi.is