Fræðslunetið-símenntun á Suðurlandi er fræðslumiðstöð fyrir Suðurland. Það annast og skipuleggur margs konar fræðslu; vottaðar námsleiðir og námskeið fyrir fullorðið fólk. Einnig kemur Fræðslunetið starfsþróun og endurmenntun í farveg fyrir fyrirtæki, ferðaþjónustuaðila og sveitarfélög á Suðurlandi.

Vottaðar námsbrautir: Námsbrautirnar eru ýmist almennt bóklegt nám eða starfstengdar námsbrautir sem snerta mörg svið atvinnulífsins. Nám hjá Fræðslunetinu ef oft fyrsta skrefið í átt að frekara námi eða fagréttindum. Fræðslunetið annast einnig símenntun fyrir fatlað fólk, bæði námskeið og lengra nám.

Náms- og starfsráðgjöf: Hjá Fræðslunetinu starfa tveir námsráðgjafar sem veita ráðgjöf fyrir fullorðið fólk, þeim að kostnaðarlausu.

Raunfærnimat: Boðið er upp á raunfærnimat í ýmsum starfsgreinum. Margir búa yfir mikilli þekkingu og færni á sínu sviði þó löng skólaganga sé ekki að baki. Með raunfærnimati fá einstaklingar færni sína og þekkingu metna til skólaeininga og geta með því stytt leiðina að fagréttindum. Á hverju ári er boðið uppá raunfærnimat fyrir mismunandi starfsgreinar.

Íslenska fyrir útlendinga: Að lokum má nefna að Fræðslunetið hefur einnig skipulagt og haldið utan um Íslenskunámskeið fyrir útlendinga.

Í dag starfa 11 manns hjá Fræðsluneti Suðurlands á 4 starfsstöðvum; Selfossi, Hvolvelli, Vík og Höfn.

842 4655

saedis@fraedslunet.is

Nýheimar

Litlabrú 2

780 Höfn

Sædís Valdemarsdóttir

Verkefnastjóri

Símanúmer: 842 - 4655

Netfang: saedis@fraedslunet.is