Vatnajökulsþjóðgarður spannar allan Vatnajökul og svæði utan jökuls, samtals um 14.141 km2. Markmið þjóðgarðsins eru: Að vernda landslag, lífríki, jarðmyndanir og menningarminjar þessa mikla landsvæðis; gefa almenningi kost á að kynnast og njóta náttúru þess og sögu; auðvelda almenningi aðgengi að þjóðgarðinum eftir því sem unnt er án þess að náttúra hans spillist; veita fræðslu um náttúru, sögu og mannlíf svæðisins og styrkja atvinnuuppbyggingu í nærsveitum þjóðgarðsins.
Þjóðgarðurinn heyrir undir Umhverfis- og auðlindaráðuneytið og skiptist í fjögur rekstrarsvæði. Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs er á Suðausturlandi, að stærstum hluta innan sveitarfélagsins Hornafjarðar. Þjóðgarðsmörkin fylgja jökuljaðrinum víðast hvar en á nokkrum stöðum ná mörkin niður á láglendið. Með friðlýsingu Breiðamerkursands í júlí 2017 nær Vatnajökulsþjóðgarður í fyrsta sinn frá jökli og í sjó fram, fram að því hafði stærsta láglendissvæðið verið í Skaftafelli. Tvær gestastofur eru á suðursvæði: Í Skaftafelli og á Höfn. Í Skaftafelli er einnig rekið tjaldsvæði og veitingasala. Merktar gönguleiðir eru í Skaftafelli, Hjallanesi, Heinabergi og Hoffelli. Yfir sumarið sjá landverðir um fræðsluferðir í Skaftafelli.
Starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs er fjölbreytt. Í stuttu máli má segja að starfsemin felist í þjónustu við náttúru þjóðgarðsins, gesti og nærsamfélag. Starfsmenn sinna m.a. rekstri svæðis, fræðslu, samstarfsverkefnum og uppbyggingu innviða.
Hjá Vatnajökulsþjóðgarði eru eftirtaldir starfsmenn í heilsársstöðum. Allt árið um kring eru einnig starfandi landverðir og annað starfsfólk í Skaftafelli, á Breiðamerkursandi og á Höfn.
Gamlabúð
Steinunn Hödd Harðardóttir
Þjóðgarðsvörður
Símanúmer: 470 8332/ GSM: 842 4373
Netfang: steinunn.h.hardardottir@vjp.isGuðrún Stefania V. Ingólfsdóttir
Yfirlandvörður
Símanúmer: 470 8330
Netfang: gudrun.s.ingolfsdottir@vjp.is
Nýheimar
Breiðamerkursandur
Skaftafell
Hrafnhildur Ævarsdóttir
Aðstoðamaður þjóðgarðsvarðar
Símanúmer: 470 8302 / GSM: 842 4372
Netfang: hrafnhildur.aevarsdottir@vjp.isEyrún Þóra Guðmundsdóttir
Yfirlandvörður
Símanúmer: 470 8300
Netfang: eyrun.th.gudmundsdottir@vjp.isSigrún Sigurgeirsdóttir
Rekstarstjóri minjagripaverslunar
Símanúmer: 470 8303 / GSM: 842 4235
Netfang: sigrun.sigurgeirsdottir@vjp.is