Aðilar að Nýheimum eru af ólíkum toga með fjölbreytt verkefna- og rannsóknasvið. Stofnanir og fyrirtæki hafa með sér þverfaglegt og hagnýtt samstarf sem miðar af því að stuðla að jákvæðri byggðaþróun á Suðausturlandi og bæta lífsgæði á svæðinu. Hægt er að lesa um aðila að Nýheimum í felliglugganum hér til hliðar.

Aðilar að setrinu eru: Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, Fræðsluskrifstofa Hornafjarðar, Háskólafélag Suðurlands, Matís, Menningarmiðstöð Hornafjarðar, Náttúrustofa Suðausturlands, Nýsköpunarmiðstöð, Ríki Vatnajökuls, Samband sunnlenskra sveitarfélaga, Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands, Vatnajökulsþjóðgarður og Vöruhúsið.