Sustainable

Home / Sustainable / Sustainable

Sjálfbær umskipti fjallar um félagslega-, efnahagslega-, pólitíska- og menntunarlega þætti og er alþjóðleg áskorun. Mæta þarf þessum áskorunum á heildstæðan og alþjóðlegan hátt. Skilningur á viðfangsefninu er lykilatriði svo hægt sé að grípa til aðgerða og þess vegna telja verkefnastjórar “Sustainable” að sjálfbær umskipti séu einnig spurning um fræðslu enda er þekking besta vopnið í breyttum heimi. Menntun stuðlar að framþróun menningar og sjálfbærni og skapar grunn fyrir árangursríkar umbreytingaraðgerðir. Mannréttindabundin nálgun á nám og menntun fullorðinna (ALE) í takt við Heimsmarkmið sameinuðu þjóðanna (SDG) er eitt af markmiðum verkefnisins.

Verkefnið er samstarfsverkefni níu aðila frá átta Evrópuþjóðum, auk Nýheima þekkingarseturs eru fulltrúar sambærilegra stofnanna frá Svíþjóð, Belgíu, Írlandi, Ítalíu, Þýskalandi, Spáni og Rúmeníu.

Verkefnið “Sustainable” fjallar um þróun fræðsluefnis byggðu á Heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna (SDG) í eftirfarandi fjórum þrepum:

  1. SKILJUM: leiðarvísir um menntun um sjálfbæri, þ.m.t. loftslagsbreytingar, fræðilegan bakgrunn og fleira (beint til leiðbeinenda / kennara / ráðgjafa /o.fl.)
  2. SKIPULEGGJUM: leiðbeiningar um sjálfbærnifræðslu til handa fræðsluaðilum til vitundaraukningar um græn-málefni í einkalífi og atvinnulífinu..
  3. HAGNÝTING: Námskrár, verkfæri, aðferðir og þjálfunarefni um græn-málefni til að fræða markhópa verkefnisins.
  4. FRÆÐSLUVEFUR: Vefsvæði sem gerir allt efni verkefnisins aðgengilegt. Þróað fyrir leiðbeinendur / kennara til að vekja athygli og þróa þekkingu á mismunandi þáttum sem tengjast sjálfbærni og Heimsmarkmiðum sameinuðu þjóðanna (SDG)

 

Verkefnastjórar fyrir hönd Nýheima þekkingarsetur eru Kristín Vala (kristinvala@nyheimar.is) og Hugrún Harpa (hugrunharpa@nyheimar.is)