Samtök sunnlenskra sveitafélaga (SASS) hafa úthlutað styrkjum úr Uppbyggingarsjóð Suðurlands. Um var að ræða síðari úthlutun sjóðsins árið 2021 og voru umsóknir 112 talsins að þessu sinni.

Úthlutað var 39 m.kr. til 75 verkefna, þar af 25 verkefni í flokki atvinnu- og nýsköpunar og 50 í flokki menningarverkefna.  Af þessum 75 verkefnum sem hlutu styrk eru 11 verkefni í Sveitafélaginu Hornafirði, 1 í flokki atvinnu- og nýsköpunar og 10 í flokki menningar. Verkefnin 11 hlutu samtals 6,65 m.kr. í styrk.

Við viljum óska styrkhöfum innilega til hamingju og á sama tíma hvetja fólk með góðar hugmyndir að verkefnum að sækja um í næstu úthlutun sem verður á vormánuðum 2022.

Guðný Gígja (gudny@nyheimar.is) sinnir þjónustu og ráðgjöf til frumkvöðla og fyrirtækja í samstarfi við SASS, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga og tekur hún vel á móti öllum á skrifstofu sinni í Nýheimum. Hún mun setja sig í samband við styrkþega á næstu dögum til að ræða framhaldið.

Lista yfir þau verkefni sem hlutu styrk má sjá hér.

\"\"