
AFMÆLISMÁLÞING RANNSÓKNASETURSINS
Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Hornafirði fagnar 20 ára afmæli um þessar mundir en setrið var stofnað í nóvember 2001. Af því tilefni verður ársfundur rannsóknasetra haldinn á Höfn 23.-24. mars og fyrri daginn verður boðað til veglegs afmælismálþings í Nýheimum þar sem starfsmenn nokkurra setra munu kynna rannsóknaverkefni sín. Ýmsir gestir koma til þess að taka þátt og mun þau Jón Atli Benediktsson, rektor, og Áslaug Arna Sigurðardóttir, ráðherra, bæði flytja ávörp á málþinginu. Málþingið er öllum opið og því verður einnig streymt.
DAGSKRÁ
ÁRSFUNDUR STOFNUNAR RANNSÓKNASETRA HÍ OG 20 ÁRA AFMÆLISMÁLÞING
Fyrirlestrarsalur Nýheima
13:00-13.02 Soffía Auður Birgisdóttir, fræðimaður við Rannsóknasetur HÍ á Hornafirði býður gesti velkomna
13:02-13:11 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands
Opnunarávarp afmælismálþings
13:11-13:20 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, ráðherra háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar
Ávarp ráðherra
13:20-13:40 Þorvarður Árnason, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Hornafirði
Fyrirlestur um sjónrænar jöklarannsóknir
13:40-14:00 Filipa Samarra, sérfræðingur við Stofnun rannsóknasetra HÍ, Vestmannaeyjum
Fyrirlestur um sjónrænar hvalarannsóknir
14:00-14:20 Jón Einar Jónsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Snæfellsnesi
Fyrirlestur um sjónrænar fuglarannsóknir
KAFFIHLÉ (14:20-14:40)
14:40-14:50 Aldís Erla Pálsdóttir, doktorsnemi við Rannsóknasetur HÍ á Suðurlandi.
Kynning á doktorsverkefni
14:50-15:00 Maite Cerezo Araujo, doktorsnemi við Rannsóknasetur HÍ á Suðurlandi.
Kynning á doktorsverkefni
15:00-15:20 Jón Jónsson, þjóðfræðingur við Rannsóknasetur HÍ á Ströndum
Óáþreifanlegar sögur og menningararfur í landslaginu.
15:20-15:30 Sæunn Stefánsdóttir, forstöðumaður Stofnunar rannsóknasetra HÍ
Stefna Háskóla Íslands – HÍ og rannsóknasetrin
15:30-16:00 Pallborðsumræður með þátttöku Matthildar Ásmundardóttur bæjarstjóra, Eyjólfs Guðmundssonar skólameistara FAS, Rannveigar Ólafsdóttur prófessors í ferðamálafræði við HÍ og Guðmundar Hálfdanarsonar prófessors í sagnfræði við HÍ og formanns ráðgefandi nefndar Stofnunar rannsóknasetra HÍ.
Fundarstjóri er Soffía Auður Birgisdóttir, fræðimaður við Rannsóknasetur HÍ á Hornafirði.