Byggðaráðstefnan 2021 – „Menntun án staðsetningar?“

Home / Event / Byggðaráðstefnan 2021 – „Menntun án staðsetningar?“
Home Viðburðir Byggðaráðstefnan 2021 – „Menntun án staðsetningar?“

Byggðaráðstefnan 2021 – „Menntun án staðsetningar?“

Byggðaráðstefnan 2021 verður haldin dagana 26. og 27. október n.k. á Hótel Kötlu í Mýrdal.

Yfirskrift ráðstefnunnar er „Menntun án staðsetningar?“ og að henni standa Byggðastofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga, Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS), Háskólafélag Suðurlands og Mýrdalshreppur.

Tilgangur ráðstefnunnar er að tengja saman fræðilega og hagnýta þekkingu á byggðaþróun með það að markmiði að stuðla að sjálfbærri þróun byggðar um allt land. Ráðstefnan er vettvangur fólks úr háskólum, stjórnsýslu, sveitastjórnum og annarra sem áhuga hafa á byggðaþróun og menntamálum. Leitast verður við að ná fram ólíkum sjónarmiðum þeirra sem vinna að rannsóknum og stefnumótun á vettvangi byggðamála með áherslu á menntamál.

 

Sérstaklega vekjum við athygli á tveimur erindum sem tengjast Hornafirði í glæsilegri dagskrá ráðstefnunnar.

Menntun og byggðamál í landfræðilega einangruðu sveitarfélagi
Eyjólfur Guðmundsson, skólameistari Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu (FAS)
og Þorvarður Árnason forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Hornafirði

Staða og hlutverk þekkingarsetra í byggðaþróun
Anna Guðrún Edvardsdóttir, rannsakandi við Háskólann á Hólum og sérfræðingum hjá
RORUM ehf.

 

Dagskrá byggðaráðstefnunnar (pdf-skjal)

Sjá um ráðstefnuna á vef Byggðastofnunar 

The event is finished.

Næstu viðburðir

No event found!