Know Hubs vinnufundur

Home / Event / Know Hubs vinnufundur
Home Viðburðir Know Hubs vinnufundur

Know Hubs vinnufundur

Nýheimar þekkingarsetur býður gestum sínum á vinnufund vegna verkefnis setursins KNOW HUBs – Þekkingarsetur, uppbyggjandi afl í dreifðum byggðum sem styrkt er af Erasmus+.

Verkefnið byggir á kenningunni um 3M: Miðpunktur, miðlari og mótor, en samkvæmt því eru þekkingarsetur miðpunktur fyrir íbúa samfélagsins, miðlari sem kemur auga á þarfir þess og mótor til að þróa markmið og áætlanir.

 

Í verkefninu hefur setrið lagt áherslu á ungt fólk í samfélaginu og hélt þrjú valdeflandi námskeið fyrir ungmenni í sveitarfélaginu á síðustu mánuðum. Handbók með kennsluefni verkefnisins hefur verið þýtt á íslensku og verður gerð öllum aðgengileg.

Markmið vinnufundarins er að kynna afurðir verkefnisins fyrir lykilaðilum í samfélaginu og skoða leiðir til mæta þörfum nærsamfélagsins í gegnum 3M.

 

Vegna Covid er um lokaða vinnufundi að ræða sem skipt hefur verið niður í einingar til að takmarka fjölda þátttakenda og snertifleti og hugað verður vel að öllum sóttvörnum.

 

The event is finished.

Næstu viðburðir

No event found!