Örnámskeið: óáþreifanlegur menningararfur

Home / Event / Örnámskeið: óáþreifanlegur menningararfur
Home Viðburðir Örnámskeið: óáþreifanlegur menningararfur

Örnámskeið: óáþreifanlegur menningararfur

Nýheimar þekkingarsetur, ásamt Þekkingarneti Þingeyinga, býður áhugasömum að taka þátt í stuttu námskeiði um óáþreifanlegan menningararf í frumkvöðlastarfi.

Hvað er óáþreifanlegur menningararfur og hvernig vinnum við með hann?

Tækifæri og áskoranir við þróun framtíðarsýnar

 

Námskeiðið verður haldið á vefnum frá Þekkingarneti Þingeyinga á Húsavík, kennari er Huld Hafliðadóttir.

Þátttakendum er boðið að koma saman í Nýheimum en einnig er hægt að fá slóð til að fylgjast með hvaðan sem er.

Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu

Skráning og frekari upplýsingar:

  • kristinvala@nyheimar.is
  • hugrunharpa@nyheimar.is
  • Hugrún Harpa: 4708088

 

Námskeiðið er hluti af verkefninu NICHE  sem er styrkt af Erasmus+, Samstarfsáætlun Evrópusambandsins.

NICHE er 24 mánaða Erasmus+ verkefni sem unnið er af hópi níu samstarfsaðila frá sjö Evrópulöndum (Íslandi, Írlandi, Ítalíu, Spáni, Grikklandi, Svíþjóð og Belgíu). Markmið NICHE (Nurturing Intangible Cultural Heritage for Entrepreneurship) er að efla frumkvöðlastarf á sviði óáþreifanlegs menningararfs með því að þróa nýjar leiðir til þjálfunar þeirra sem starfa við greinina (núverandi og tilvonandi).

Allt efni, svo sem kennsluefni, leiðbeiningar og myndbönd sem verkefnið mun skila af sér verður opið almenningi. Örnámskeiðið er hluti af vinnu samstarfaðilanna en unnið er að endurskoðun efnisins.

The event is finished.

Næstu viðburðir

December 2027
No event found!