[ ] Vikram Pradhan & Halldór Eldjárn

Home / Event / [ ] Vikram Pradhan & Halldór Eldjárn
Home Viðburðir [ ] Vikram Pradhan & Halldór Eldjárn

[ ] Vikram Pradhan & Halldór Eldjárn

Tæknin er stöðugt að samtvinnast raunveruleika okkar og samruni hins eiginlega veruleika og sýndarveruleika virðist óhjákvæmilegur. Á þessari sýningu eru kannaðar þverlínur myndlistar og tækni þar sem hið eiginlega rými er túlkað með algrím sem framkallar ný óskoðuð rými og víddir sem myndgerast í formi arkitektúr teikinga. Þessi svæðisbundnu tölvugerðu verk eru unnin útfrá grunnmynd af ganginum Í Hagatúni 7 þar sem gallerí Muur er staðsett. Video verk sýnir nýjar útgáfur af rýminu í sífellu í rauntíma. Hvert prentað verk er ein útgáfa af endalausum mögulegum samsetninum rýma sem var valin til að verða einstakt prentverk. Halldór Eldjárn hefur einnig unnið sérstakt hljóðverk fyrir hvert verk sem er að hluta til tölvugert og er byggt á formlegum þáttum verkanna.
Sýningarstjóri: Björk Hrafnsdóttir

The event is finished.

Næstu viðburðir

No event found!