Vinnustofa um Skarðsfjörð – þróun, áskoranir og framtíðarsýn

Home / Event / Vinnustofa um Skarðsfjörð – þróun, áskoranir og framtíðarsýn
Home Viðburðir Vinnustofa um Skarðsfjörð – þróun, áskoranir og framtíðarsýn

Vinnustofa um Skarðsfjörð – þróun, áskoranir og framtíðarsýn

Náttúrustofa Suðausturlands boðar til vinnustofu um framtíð Skarðsfjarðar, en svæðið er á B-hluta Náttúruminjaskrár sem þýðir að skoða eigi mögulega friðlýsingu á næstu 5 árum. Vinnan er hluti verkefnisins Náttúruvernd og efling byggða sem er liður í byggðaáætlun stjórnvalda sem standa fyrir sérstöku átaki í friðlýsingum. Á fundinum verða skoðaðar ólíkar sviðsmyndir eftir því hvort svæðið verður friðlýst eður ei og rætt um möguleg tækifæri og ógnir.
Fundurinn verður haldinn þriðjudaginn 27. október frá 13:30-16:00 og er opinn öllum og hvetjum við sem flesta til að taka þátt. Vegna Covid-19 fer fundurinn fram á netinu í gegnum Teams og til að tengjast honum er smellt á hlekkinn hér að neðan þegar fundur hefst. Ekki þarf að hafa aðgang að Teams né hlaða niður neinu forriti.
Endanleg dagskrá liggur nú fyrir og hvetjum við alla til að skrá sig inn nokkrum mínútum áður en fundur hefst til að forðast óþarfa tæknivandræði.
Kl. 13:30 Kristín Hermannsdóttir, Náttúrustofu Suðausturlands, ávarpar fundargesti og setur fundinn.
Kl. 13:40 Þorvarður Árnason, Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Höfn – „Náttúruvernd og efling byggða: Leitin að samnefnara“
Kl. 13:55 Ingibjörg Marta Bjarnadóttir, Umhverfisstofnun – B-hluti: Ferli, réttaráhrif og verndarráðstafanir.
Kl. 14:15 Lilja Jóhannesdóttir, Náttúrustofu Suðausturlands – kynning niðurstaðna úr verkefninu Náttúruvernd og efling byggða um Skarðsfjörð.
Kl. 14:30 vinnustofur hefjast.
Kl. 15:45 hópstjóri slítur fundi. – fyrr ef umræður klárast.

The event is finished.

Næstu viðburðir

No event found!