Uppfærður listi af námskeiðum í fjarnámi fyrir haustið

Nýheimar þekkingarsetur hefur tekið saman uppfærðan lista yfir þau fjarnámskeið sem eru í boði haustið 2025.

Fjarnám býður upp á sveigjanlega og þægilega leið til að auka þekkingu og færni, hvort sem það er til að efla sig í starfi eða vegna persónulegs áhuga. Framboðið er fjölbreytt og hentar fólki á öllum aldri og í ólíkum aðstæðum.

Mikilvægt er að kynna sér skráningarskilyrði hvers námskeiðs, þar sem þau geta verið mismunandi eftir símenntunarstöðvum og stéttarfélögum. Margir geta jafnframt sótt um styrki til að lækka kostnað.

Sjáðu listann yfir námskeiðin hér: nyheimar.is/fjarnam