Okkar hlutverk
Samstarfsaðilar:
Nýheimar þekkingarsetur er samstarfshattur fjölbreyttra stofnana sem starfa á sviði menntunar, menningar, nýsköpunar og rannsókna á Suðausturlandi. Aðilar að setrinu eru meðal annars: Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, Fræðsluskrifstofa Hornafjarðar, Háskólafélag Suðurlands, Matís, Menningarmiðstöð Hornafjarðar, Náttúrustofa Suðausturlands, Nýsköpunarmiðstöð, Ríki Vatnajökuls, Samband sunnlenskra sveitarfélaga, Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands, Vatnajökulsþjóðgarður og Vöruhúsið.
Markmið og hlutverk:
Nýheimar þekkingarsetur sameinar þessar stofnanir undir einum hatti með það að markmiði að efla samvinnu og skapa öflugt þekkingarsamfélag á landsbyggðinni. Þetta stuðlar að jákvæðri þróun á Suðausturlandi og bætir lífsgæði íbúa svæðisins.
Eitt helsta hlutverk Nýheima þekkingarseturs er að leiða og stýra samstarfsverkefnum þessara stofnana. Starfsemin felur einnig í sér mótun og fjármögnun kjarnaverkefna sem eru unnin að frumkvæði setursins. Lögð er áhersla á verkefni sem styðja við samfélagsuppbyggingu og auka möguleika og lífsgæði á svæðinu.
Samstarf við aðrar stofnanir:
Þrátt fyrir að starfsemi setursins beinist fyrst og fremst að nærsamfélaginu, þá hefur það í auknum mæli leitað eftir samstarfi við svipuð þekkingarsamfélög á landsbyggðinni og erlendis. Þátttaka í margvíslegum samstarfsverkefnum er því stór hluti af starfseminni.
Ráðgjöf:
Nýheimar þekkingarsetur hefur einnig gert samstarfssamning við SASS um ráðgjöf á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningar. Tekjur setursins koma frá opinberu framlagi ríkisins, samstarfssamningum og sjálfsaflafé. Í Nýheimum þekkingarsetri starfa Hugrún Harpa Reynisdóttir, forstöðumaður, Kristín Vala Þrastardóttir og Nejra Mesetovic, verkefnastjórar.
Samtök þekkingarsetra (SÞS)
Samtök þekkingarsetra sem Nýheimar þekkingarsetur er aðili að voru stofnuð í apríl 2020. Um er að ræða netverk þekkingarsetra á landsbyggðinni sem starfa samkvæmt samningi við menntaog menningarmálaráðuneytið. Meðal samningsbundinna verkefna setranna eru rannsóknir og þróun til eflingar byggðar, þjónusta við háskólanema, hagnýting og miðlun þekkingar sem og efling nýsköpunar, atvinnu og samfélagsþróunar. Hin nýstofnuðu samtök hafa þann tilgang að efla samvinnu setranna á landsbyggðinni, gæta sameiginlegra hagsmuna þeirra og efla skilning á mikilvægi starfseminnar.