Bókun á rými

Leigurými 

Í Nýheimum er góð aðstaða fyrir fjölbreytta viðburði svo sem fundi, fyrirlestra og ráðstefnur. Á neðri hæð Nýheima er fyrirlestrasalur sem rúmar um 65 manns í sæti, en hægt er að koma fleirum fyrir. Veitingasölurýmið Nýtorg er einnig á neðri hæð hússins og hentar vel fyrir veislur og aðrar samkomur. Á efri hæð Nýheima eru kennslustofur framhaldsskólans sem hægt að fá leigðar. Öll leigurými eru vel búin, meðal annars með skjávarpa.

Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu sér um útleigu á rýmum Nýheima. Bókanir á leigurými eru í gegnum skrifstofu skólans, í síma 470-8070 eða með tölvupósti á fas@fas.is. Leiguverð er samkvæmt gjaldskrá sem finna má á heimasíðu skólans, www.fas.is. Ef viðburður er utan hefðbundins opnunartíma Nýheima þarf einnig að bóka húsvörð.

Fundarherbergi á Vesturgangi (neðri hæði) er bókað með því að hafa samband við Hugrúnu Hörpu (hugrunharpa@nyheimar.is).

Fjarfundastofa á Austurgangi (neðri hæð) er tilvalin fyrir stafræna fundi. Bókun á fjarfundastofu er gerð með því að fylla út formið hér fyrir neðan. 

July 2025
June 2029
No event found!