Bókun á rými

Leigurými 

Í Nýheimum er aðstaða til funda-, fyrirlestra-, ráðstefnu og viðburðahalds. Til slíkra viðburða er hægt að leigja fyrirlestrasal, Nýtorg og kennslustofur Framhaldsskólans. Þá er einnig hægt að leigja rými veitingasölu á Nýtorgi. 

Framhaldsskólinn er leigusali og sér skrifstofa skólans um bókanir á þessum rýmum. Til að leigja rými skal hafa samband við skrifstofu skólans í síma 470-8070 eða í gegnum tölvupóst á fas@fas.is , greitt er samkvæmt gjaldskrá sem sjá má á vefsíðu skólans www.fas.is . Bóka þarf húsvörð ef viðburður er haldinn utan hefðbundins vinnutíma.

Auk þessara rýma er hægt að fá afnot af fundarherbergi á Vesturgangi á neðri hæð hússins. Til að bóka það rými má hafa samband við Hugrúnu Hörpu, hugrunharpa@nyheimar.is .

Einnig er hægt að fá afnot af fjarfundastofu á Austurgangi, til að bóka það rými má hafa samband við Róslín hjá Fræðsluneti Suðurlands, roslin@fraedslunet.is .

Öll rými eru búin skjávarpa.

No event found!