Háskólanemar

Velkomin í Nýheima

Nýheimar þekkingarsetur býður öllum háskólanemum, bæði í stað- og fjarnámi, hjartanlega velkomna í Nýheima, hvort sem er til lengri eða skemmri dvalar.

Hvetjandi námsumhverfi

Setrið leggur áherslu á að skapa hvetjandi námsumhverfi þar sem nemendur geta verið hluti af fræðasamfélagi og stundað nám á eigin forsendum í heimabyggð.

Aðgangur og aðstaða

Háskólanemar sem nýta þjónustu og aðstöðu í Nýheimum fá aðgang að lesrými, læstum skápum, eldhúsi, kaffistofu, mötuneyti FAS, interneti og fundaraðstöðu í samráði við verkefnastjóra. Nemendur gera námsaðstöðusamning við setrið, en aðstaðan er þeim að kostnaðarlausu á opnunartíma Nýheima. Fyrir þá sem vilja nýta húsnæðið utan opnunartíma, er hægt að fá lykil gegn 5.000 kr. tryggingu sem endurgreiðist við samningslok.

Samstarf við Menningarmiðstöð Hornafjarðar

Bókasafn Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar er í góðu samstarfi við nemendur. Þar gefst öllum kostur á að eignast bókasafnskort og fá almenna bókasafnsaðstoð, m.a. vegna heimildaleitar, millisafnaláns, prentunar, o.fl.

Fjölbreytt nemendahópur

Nemendur sem hafa nýtt sér aðstöðu og þjónustu setursins koma frá flestum háskólum landsins auk erlendra skóla. Allir háskólanemar eru velkomnir í Nýheima og hvattir til að nýta sér aðstöðuna.

Opnunartími

Yfir veturinn er húsnæði Nýheima opið mánudaga til fimmtudaga kl. 07:30-17:00, föstudaga kl. 07:30-16:00 og á laugardögum kl. 11:00-15:00.