Rannsóknir

Rannsóknastoð Nýheima þekkingarseturs

Rannsóknir eru ein af fjórum stoðum Nýheima þekkingarseturs en markmið setursins er að efla sérstaklega rannsóknir á samfélagi, náttúrufari og atvinnulífi á Suðausturlandi. Þá er setrinu ætlað að hafa frumkvæði að rannsóknaverkefnum og rannsóknastarfi auk þess að stuðla að samstarfi og aukinni starfsemi þeirra aðila er stunda rannsóknir á svæðinu.
Þekkingarsetrið hefur lagt áherslu á samfélagsrannsóknir og sérstaklega beint sjónum sínum að málefnum ungmenna á landsbyggðinni. Víðtækar áherslur setursins hafa hins vegar leitt af sér þátttöku í margvíslegum rannsóknartengdum verkefnum, finna má skýrslur verkefna á heimasíðu.

Rannsóknastofnanir Nýheima

Ólíkar stofnanir eru aðilar að Nýheimum þekkingarsetri og mynda samstarfsnet setursins. Flestar þessara stofnana sinna rannsóknum að einhverju marki, þó í mis miklu mæli. Þær stofnanir er sinna rannsóknum hvað mest auk þekkingarsetursins eru; Stofnun rannsóknasetra Háskóla Íslands, Náttúrustofa Suðausturlands, Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, og Menningarmiðstöð Hornafjarðar.
Stofnanir Nýheima hafa haft frumkvæði að margskonar hagnýtum rannsóknum og verkefnum og eru viðfangsefnin fjölbreytt, enda nægur efniviður til rannsókna á Suðausturlandi. Má þar nefna rannsóknir á jöklum, fuglum, fiðrildum, viðhorfi ungra íbúa, viðhorfi ferðamanna, menningarminjar, náttúruvernd o.fl.

 

Þjónusta og ráðgjöf vegna rannsókna

Stofnanir í Nýheimum taka að sér ýmsar rannsóknir og kannanir fyrir sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki. Aðilar í Nýheimum hafa meðal annars tekið að sér; gerð og fyrirlögn spurningakannana, viðtalsrannsóknir og úrvinnslu viðtala, skrif rannsóknaskýrslna og kynningu á niðurstöðum rannsókna og verkefna. Hafa stofnanir þá ýmist fullunnið rannsóknir eða komið að einstökum verkþáttum rannsókna og verkefna. Jafnframt hafa stofnanirnar veitt ráðgjöf, aðstoð við lokafrágang á skýrslum og prófarkalestur til nemenda og annarra einstaklinga sem stunda rannsóknir.

laptop, mac, computer-2557615.jpg

Aðstaða fyrir rannsakendur

Rannsakendur sem dvelja á svæðinu til lengri eða skemmri tíma geta fengið aðgang að vinnuaðstöðu í Nýheimum. Nánari upplýsingar um aðstöðu fyrir rannsakendur veitir Hugrún Harpa forstöðumaður Nýheima þekkingarseturs hugrunharpa@nyheimar.is

Fræðsluefni

Skúmaskot

Fræðslumyndband um skúminn sett saman úr stiklum sem teknar voru við rannsóknir á varpi skúms á Suðausturlandi. Myndbandið er unnið af Lilju Jóhannesdóttur starfsmanni Náttúrustofu Suðausturlands og var gert árið 2022. Myndbandið var styrkt af Uppbyggingarsjóði sunnlenskra sveitafélaga og er hluti af örmyndbandagerðinni Vísbandi.

Staða og hluverk þekkingarsetra í byggðaþróun

Anna Guðrún Edvardsdóttir, rannsakandi og sérfræðingur við Háskólann á Hólum ræðir stöðu og hluverk þekkingarsetra í byggðaþróun.