Menntahvöt Hornafjarðar
Menntahvöt Hornafjarðar er samstarfsverkefni menntastofnana á Hornafirði sem miðar að því að styðja við menntun íbúa á svæðinu. Áhersla er lögð á miðlun upplýsinga um námstækifæri, einkum tækifæri íbúa til menntunar óháð búsetu.
Hér má finna upplýsingar um margvísleg námstækifæri óháð staðsetningu.

Fjarnám á framhaldsskólastigi
Eftirfarandi listi sýnir framhaldsskóla sem bjóða upp á fjarnám og/eða sveigjanlegt nám, t.d. til stúdentsprófs og á starfsnámsbrautum. Listinn er þó ekki tæmandi og vert að taka fram að framboð, fyrirkomulag og annað getur tekið breytingum hjá skólunum.
- Fjölbrautaskólinn við Ármúla
- Verslunarskóli Íslands
- Fjölbrautaskólinn í Garðabæ
- Tækniskólinn í Reykjavík
- Menntaskólinn á Egilstöðum
- Verkmenntaskólinn á Akureyri
- Framhaldsskólinn á Húsavík
- Fjölbrautaskóli NorðVestra
- Verkmenntaskóli Austurlands
- Fjölbrautaskóli Snæfellinga
- Framhaldsskólinn í AustSkaft
- Menntaskóli Borgarfjarðar
- Menntaskólinn á Tröllaskaga
- Menntaskólinn á Ísafirði
- Keilir Háskólabrú

Fjarnám á háskólastigi
Eftirfarandi listi sýnir íslenska háskóla sem bjóða upp á fjarnám og/eða sveigjanlegt nám til prófgráðu (diplóma-, bakkalár- og meistaraprófa).

Aðfaranám að háskólum
Stúdentspróf er almennt inntökuskilyrði í íslenska háskóla en þrír háskólar hafa skilgreint sérstakt aðfaranám fyrir þá umsækjendur sem ekki hafa lokið stúdentsprófi. Hjá Háskóla Íslands er miðað við háskólabrú Keilis, hjá Háskólanum á Bifröst kallast aðfaranámið háskólagátt og hjá Háskólanum í Reykjavík heitir námsleiðin háskólagrunnur.

Símenntun, endurmenntun og starfsþróun
Fjöldi sí- og endurmenntunarstöðva er starfandi um land allt. Hlutverk þeirra er m.a. að efla framboð og gæði náms auk þess að hvetja til almennrar námsþátttöku.
Fræðslunetið símenntun á Suðurlandi sér um og skipuleggur nám og námskeið fyrir fullorðið fólk. Um er að ræða formlegt nám sem meta má til eininga á framhaldsskólastigi, íslenskunámskeið fyrir útlendinga og námskeið fyrir fyrirtæki og stofnanir. Fræðlunetið er með útibú á Höfn.
- Fræðslumiðstöð atvinnulífsins
- Mímir-símenntun
- Starfsmennt
- Framvegis
- IÐAN fræðslusetur (sér um allar iðngreinar fyrir utan rafiðngreina)
- Fræðsluskrifstofa rafiðnaðarins (sér um rafiðngreinar)
- Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum
- Símenntunarmiðstöðin á Vesturlandi
- Fræðslumiðstöð Vestfjarða
- Farskólinn, miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra
- Símey
- Þekkingarnet Þingeyinga
- Austurbrú
- Viska, fræðslu- og símenntunarmiðstöð

Annað sveigjanlegt nám
Mikið framboð er af fræðslu og námskeiðum sem hægt er að taka í gegnum netið. Hér má sjá nokkur dæmi.
- Skillshare – bestur fyrir skapandi fólk.
- LinkedIn learning (áður Lynda) – bestur fyrir faglega hæfni.
- MasterClass – bestur fyrir þá sem vilja læra af frægu fólki.
- Udemy – best fyrir viðskiptanámskeið.
- edX – bestur fyrir þá sem vilja ná sér í gráður/vottun.
- Coursera – bestur í námskeiðum með leiðsögn.
- FutureLearn – bestur í námi með breskar áherslur.
- Udacity – bestur fyrir þá sem vilja taka viðurkenndar gráður tengdar tölvum og hugbúnaði.
- Alison – bestur fyrir menntun á hagstæðu verði.
- Pluralsigth – bestur á sviði stafrænnar umbreytingar.
- Academic Earth býður námskeið og námsleiðir í ýmsum fögu og á margvíslegu stigi. Bjóða m.a. frí námskeið frá MIT, Stanford og Berkley háskólum.
- Alison, írskur vefur sem býður margvísleg námskeið frí m.a. í hugbúnaði, heilbrigðisgeiranum, tungumálum, viðskiptum, stjórnun, sölu- og markaðssetningu, verkfræði, kennslufræðum og sjálfsþróun. Engar námsgráður í boði.
- edX Online Learning var stofnað af Harvard háskóla og MIT en er núna í samvinnu við fjölmarga háskóla, fyrirtæki og stofnanir úti um allan heim. edX býður yfir 2800 námskeið á fjölbreyttum sviðum. Stök námskeið eru frí en einnig er hægt að velja nám á ýmsum stigum sem greitt er fyrir s.s. BA- og Mastersnám, stjórnendaþjálfun og fleira.
- Canvas Network margskonar frí vefnámskeið þó sérstaklega tengd kennslu og menntun. Nokkur námskeið eru kennd á spænsku.
- Class Central er yfirlitssíða yfir 66 vefsíður sem bjóða námskeið á netinu.
- Coursera er í samstarfi við yfir 200 háskóla og fyrirtæki. Coursera býður yfir 12.000 námskeið, mörg frítt og einnig Meistara- og BA gráður sem greitt er fyrir.
- FutureLearn er í samvinnu við háskóla og stofnanir í Bretlandi og víðar. Fjölbreytt svið og lengdir á námskeiðum og námsleiðum.
- Iversity býður fjölbreytt námskeið á 14 tungumálum, flest þó á ensku og þýsku.
- Keystone Online Studies, þar er að finna stök námskeið og námsleiðir frá vottunum upp í MBA og doktorspróf á tugum áhugasviða.
- Learndirect býður námskeið á fjölda mörgum sviðum þar af mörg námskeið á heilbrigðissviðinu.
- LinkedIn Learning (áður Lynda) býður yfir 16.000 námskeið/fyrirlestra, frá nokkrum mínútum upp í nokkrar klukkustundir. LinkedIn býður námskeið sniðin að fyrirtækjum, fyrir háskólanema og opinberar stofnanir. Einhver námskeið eru frí, hægt er að skrá sig frítt í 1 mánuð, kaupa staka fyrirlestra/námskeið eða greiða mánaðargjald.
- MOOC – Massive Open Online Courses notar edX hugbúnað og býður yfir 3000 námskeið, sum þau sömu og edX, einnig bjóða þeir lengri námsskeið (Xseries Program), stjórnendaþjálfun og vottuð námskeið tengd starfsgreinum, auk námsleiða til BA eða Mastersgráðu (MicroBachelor Programs, MicroMasters Programs og Master´s Degrees).
- Reed Courses er bresk vefsíða sem býður 84.500 námskeið um 1035 málefni, ýmist frítt eða þar sem greitt er fyrir.
- TED dreifir hugmyndum, oftast í formi stuttra áhrifaríkra fyrirlestra en einnig í bloggi, hlaðvarpsþáttum og TEDx Talk á You Tube.
- The Great Courses hér eru margskonar námkeið um fjölbreytt málefni, mörg um sagnfræði, ferðalög, áhugamál en líka tengd raunvísindum og fjármálum.
- Udemy er vefsíða sem býður yfir 185.000 námskeið í ýmslum flokkum s.s. hönnun, markaðsmálum, tölvum- og hugbúnaði, sjálfsþróun, ljósmyndun og tónlist.
- YouTube, á YouTube má finna óendanlega mikið af efni af margvíslegum toga, ókeypis og einnig í áskrift.
- Craftsy – margskonar námskeið fyrir þá sem vilja gera hluti í höndunum hvort sem það er að skreyta kökur, teikna, innrétta húsnæði, stunda garðyrkju, sauma eða skera út svo fátt eitt sé nefnt. Námskeiðin eru frá því að vera frí og upp í það að kosta nokkur hundruð pund.
- Domestika býður netnámskeið fyrir skapandi fólk t.d. í ljósmyndum, tónlist, teikningu, tísku, ritlist o.fl.
- Drawspace. Á Drawspace er að finna kennslu í teikningu bæði með leiðsögn og sjálfsnám, þar er einnig að finna efni fyrir kennara.
- Gumroad er vefsíða sem bíður upp á kennslu fyrir sjálfstætt starfandi einstaklinga (Gumroad University) til að koma vöru/þjónustu sinni á framfæri. Einnig er hægt að selja þjónustu í gegnum þessa síðu.
- Kadenze býður margvísleg námskeið fyrir skapandi fólk hvort sem er í tónlist eða myndlist o.fl.
- MasterClass er vefur sem býður nemum að læra af þekktum listamönnum, leiðtogum og fyrirmyndum. Hver leiðbeinandi er með 10-25 örfyrirlestra/námskeið sem eru 10-20 mínútur hver, einnig er vinnubók sem fylgir hverjum fyrirlestri.
- Pinterest. Á Pinterest er að finna upplýsingar á ýmiskonar formi um DIY (Gerðu það sjálfur) og kennslu á ýmsum sviðum en þó aðallega í skapandi greinum.
- Skillshare er vefur sem býður námskeið sem tengjast listum, hönnun og lífsstíl. Þar er að finna yfir 35.000 stutt myndbönd um margvísleg málefni, einnig töluvert af fríum kennslumyndböndum.
- Caredemy bresk vefsíða sem er með námskeið fyrir heilbrigðisgeirann. Greitt er fyrir námskeiðin, oft lágt gjald.
Margvíslegt tungumálanám er í boði á netinu.
Hér er listi yfir 36 bestu netnámskeiðin árið 2022.
Hér verða kynntar efstu 5 vefsíðurnar.
- FluentU hentar lengra komnum. Þar er námsefni fyrir 10 tungumál sem byggir á að læra af hlustun s.s. á kvikmyndastiklum, tónlistarmyndböndum, auglýsingum og hvetjandi erindum.
- LingQ hentar lengra komnum. Þú velur hvað þú notar til að læra af, efni sem þeir hafa framleitt eða þú hleður niður því sem þú vilt læra af t.d. myndböndum, bókum, greinum o.s.frv. og LingQ breytir því í gagnvirka kennslustund. Hægt er að fylgjast með árangri. 37 tungumál.
- Duolingo hentar byrjendum mjög vel, er meira eins og leikur heldur en námskeið. Það eru 38 tungumál í boði frítt.
- Busuu er með stuttar kennslustundir og einnig er hægt að læra í hópum á netinu. 13 tungumál í boði.
- Pryply er vefur þar sem hægt er að finna kennara í 24 tungumálum. Boðið er upp á undirbúning fyrir TOEFL og IELTS próf. Þá er sérstaklega í boði kennsla fyrir börn. Þetta er líka góður vettvangur fyrir þá sem vilja kenna erlend tungumál á netinu.
Það eru fjölmargir vefir til þar sem er að finna námsefni fyrir kennara og til að nota í kennslu.
- Albert listi yfir 75 vefsíður fyrir kennara.
- Educational Techology and Mobile Learning bendir á 10 góðar vefsíður fyrir kennara.
- Jotform þar má finna lista yfir 31 vefsíðu sem hjálpa kennurum að skipuleggja kennsluna, fylgjast með árangri nemanda auk ýmis kennsluefnis.
- Khan Academy margvísleg námskeið fyrir kennara eftir fögum og aldri nemenda.
- Movavi Academic þar er að finna lista yfir 26 vefsíður fyrir kennara.
- AWS Skill Builder Cours Capterra. Á heimasíðu þeirra er safnað saman ýmiskonar þjálfunarhugbúnaði frá mörgum aðilum.
- CBT Nuggets er með námsefni tengt tölvum og hugbúnaði, bæði er hægt að taka vottuð námskeið og almenn námskeið.
- Cloud Academy er með fyrirlestra og námskeið um vefumhverfi. Fyrstu 7 dagarnir fríir.
- Code býður kennslu í forritun fyrir alla allt frá grunnskólanemum. Einnig er kennsla fyrir kennara.
- CodeCademy býður fría kennslu í forritun. Námsleiðir eru fjölbreyttar s.s. verkefni, áskoranir, skjöl, svindblöð, greinar, myndbönd og blogg.
- Edureka! Býður námskeið á sviði tölvu- og upplýsingatækni.
- Infoserc Skills býður margskonar kennslu í netöryggi margskonar formi s.s. greinar, myndbönd, úrlausn verkefna (Case study) og hlaðvarpi.
- ITProTV er með námkeið tengd tölvum og hugbúnaði og hægt að taka viðurkennd námskeið.
- Microsoft Learn margskonar námskeið og vottanir fyrir Microsoft hugbúnað, þar er einnig hægt að fylgjast með fundum og fyrirlestrum.
- Pluralsight einbeitir sér að kennslu fyrir tölvu- og hugbúnaðargeirann, hægt er að velja námskeið, gera verkefni til að meta þekkingu sína á tæknisviðinu, fara í vinnustofur, fá kennslu hjá leiðbeinanda (hands-on), undirbúa sig undir löggildingar, taka þátt í tímum og vera í hópavinnu.
- Skillshop er námsvefur í eigu Google og hjálpar þér að læra á öll Google greiningartól frítt.
- Treehouse Efni tengt tölvum og hugbúnaði.
- Udacity býður námskeið tengd tölvum og hugbúnaði.
- HubSpot Academy býður ókeypis þjálfun í markaðsmálum, sölu og þjónustustjórnun. Fyrirlestrar eru frekar stuttir og þá fleiri í hverju námskeiði.
- Virtualspeech.com býður margskonar sölunámskeið og þjálfunartækni gegn gjaldi.