Nýsköpun

Nýsköpunarstoð Nýheima þekkingarseturs

Nýsköpun er ein af stoðum Nýheima þekkingarseturs og hefur setrið það markmið að taka virkan þátt í að móta öflugt nýsköpunarumhverfi á Suðausturlandi. Sér í lagi með því að vera vettvangur skapandi samvinnu í nýsköpun á Suðausturlandi, með samstarfi við helstu atvinnugreinar á Hornafirði, frumkvöðla af ýmsum toga og lista- og handverksfólk. 

Nýsköpunarstofnanir Nýheima

Stofnanir innan Nýheima hafa unnið að nýsköpunarverkefnum ýmis konar. Vöruhúsið hefur verið vettvangur skapandi greina á Hornafirði í samvinnu Framhaldsskólans í Austur-Skaftafellssýslu, Sveitarfélagsins Hornafjarðar og frumkvöðla, en þar geta einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki nýtt aðstöðuna, sótt sér þekkingu og treyst tengslanet sitt á sviði sköpunar. Framhaldsskólinn hefur verið að efla verk og listnámsgreinar í samstarfi við Vöruhúsið meðal annars, ásamt því að hafa tekið þátt í verkefnum sem miða að því að auka veg frumkvöðlafræðslu.  

Nýsköpun í ferðaþjónustu hefur verið mikil og hefur Ríki Vatnajökuls ferðaþjónustu, matvæla og menningarklasi Suð- Austurlands haft frumkvæði að ýmsum þróunarverkefnum á sviði ferðaþjónustu á Hornafirði. Rannsóknasetrið á Hornafirði hefur einnig unnið náið með ferðaþjónustuaðilum á Hornafirði í fjölda hagnýtra verkefna í tengslum við nýsköpun í ferðaþjónustu.  

Styrkir og ráðgjöf vegna atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefna

Verkefnastjórar Nýheima þekkingarseturs hafa á grundvelli samstarfssamning setursins við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga sinnt þjónustu og ráðgjöf til einstaklinga og fyrirtækja. Sú ráðgjöf er meðal annars á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og veita ráðgjafar Nýheima aðstoð og ráðgjöf vegna styrkumsókna fyrir slík verkefni til Uppbyggingarsjóð Suðurlands.

1

Frumkvöðlahreiður

Frumkvöðlahreiður er aðstaða og stuðningur við frumkvöðla í
þekkingarsamfélaginu í Hornafirði. 
Tilgangur Hreiðursins er að auka þekkingu og vitund þeirra á sviði nýsköpunar, vöruþróunar og markaðsmála og fjölga þannig vel skilgreindum og mótuðum verkefnum á svæðinu.

Í boði er vinnuaðstaða í Hreiðrinu sem staðsett í Miðbæ ásamt handleiðsla ráðgjafa sem mótuð er út frá þörfum frumkvöðulsins. Nokkrir frumkvöðlar geta starfað í Hreiðrinu á sama tíma og njóta því einnig jafningjastuðnings. Í sama rými er nú einnig útleiga á aðstöðu vegna starfa án staðsetningu. Ef þú telur að þitt verkefni gæti blómstrað við þessar aðstæður hvetjum við þig til að kynna þér Hreiðrið.

Hreiðrinu á Höfn er rekið af Sveitarfélaginu Hornafirði en samstarf um frumkvöðlahandleiðslu er við ráðgjafa á vegum Nýheima þekkingarseturs, Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga/SASS, Háskólafélags Suðurlands og FabLab/ Vöruhúsinu á Höfn.

Árdís Erna (ardis@hornafjordur.is) atvinnu- og ferðamálafulltrúi Sveitarfélagsins Hornafjarðar er tengiliður fyrir leigu á vinnuaðstöðu.

 

Fræðsluefni

Skúmaskot

Fræðslumyndband um skúminn sett saman úr stiklum sem teknar voru við rannsóknir á varpi skúms á Suðausturlandi. Myndbandið er unnið af Lilju Jóhannesdóttur starfsmanni Náttúrustofu Suðausturlands og var gert árið 2022. Myndbandið var styrkt af Uppbyggingarsjóði sunnlenskra sveitafélaga og er hluti af örmyndbandagerðinni Vísbandi.

Staða og hluverk þekkingarsetra í byggðaþróun

Anna Guðrún Edvardsdóttir, rannsakandi og sérfræðingur við Háskólann á Hólum ræðir stöðu og hluverk þekkingarsetra í byggðaþróun.