Ungt fólk og efling byggðar

Nýtt samstarfsverkefni Nýheima þekkingarseturs og Sveitarfélagsins Hornafjarðar Ungt fólk og byggðafesta er sameiginlegt viðfangsefni landsbyggðarsamfélaga. Þekkingarsetrið hefur nú um nokkurra ára skeið beint sjónum sínum að málefnum ungs fólks í sveitarfélaginu og unnið að valdeflingu ungmenna með fjölbreyttum hætti. Í gegnum ólík verkefni setursins hefur áherslan á ungt fólk fengið að njóta sín og starfsfólk […]

Uppbyggingarsjóður Suðurlands – opið fyrir umsóknir

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í vorúthlutun Uppbyggingarsjóð Suðurlands 2024. Sjóðurinn hefur það hlutverk að veita verkefnastyrki á sviði atvinnuþróunar og nýsköpunar og menningar á Suðurlandi. Í flokki atvinnuþróunar og nýsköpunar eru það atvinnuskapandi og/eða framleiðniaukandi verkefni sem eiga kost á stuðningi ásamt nýsköpunarverkefnum sem efla fjölbreytileika atvinnulífs. Í flokki menningar er markmið að verkefni efli menningarstarfsemi […]

Nýsköpunarnet Hornafjarðar býður í einyrkja- og frumkvöðlakaffi

Nýsköpunarnet Hornafjarðar er samstarfshópur stofnana sem vinna að málefnum nýsköpunar í Sveitarfélaginu Hornafirði. Nýheimar þekkingarsetur leiðir vinnu hópsins en auk setursins eru Vöruhúsið Fab Lab, atvinnu- og ferðamálafulltrúi Sveitarfélagsins og Háskólafélag Suðurlands þátttakendur í samstarfinu. Tilgangur hópsins er að auka samstarf stofnana og skapa öflugt nýsköpunarumhverfi heima í héraði þar sem stutt er við einstaklinga […]

Fjölmenning á Suðurlandi

Í liðinni viku sóttu starfsmenn setursins, ásamt bæjarstjóra og fjölmenningarfulltrúa sveitarfélagsins, áhugaverða vinnustofu í Vík í Mýrdal en efni hennar var fjölmenning, inngilding og byggðaþróun. Fjölmenning er sennilega hvergi á landinu eins áþreifanleg og í Vík en í Sveitarfélaginu Hornafirði eru nú yfir 30% íbúa erlendir ríkisborgarar. Meðfylgjandi er frétt samstarfsaðila okkar í Kötlusetri um […]